Þegar menn standa frammi fyrir því að reikna í desibelum, finnst sumum að betra sé að snúa sér að



Yüklə 25,04 Kb.
Pdf görüntüsü
tarix05.02.2018
ölçüsü25,04 Kb.
#25041


Hvað er desibel? 

 

Þegar menn standa frammi fyrir því að reikna í desibelum, finnst sumum að betra sé að snúa sér að 



einhverju öðru. Það er  hins vegar svo, að notkun desibela  í útreikningi er hin besta leið til að skilja 

samhengið eða hlutfallið milli tveggja ólíkra stærða - burtséð frá því við hvað þær miðast. 

Hvað er desibel? 

Fyrst og fremst er að gera sér grein fyrir að desibel er hlutfall og hefur sjálft ekkert gildi. Það er líka gott 

að gera sér grein fyrir að desi í desibel stendur fyrir tíu sinnum minna en bel og að einingin bel fyrir 

hlutfall heitir eftir Alexander Graham Bell sem oft er nefndur faðir símans. 

Þegar reiknað er í desibelum, þarf að hafa viðmiðun, annars hafa útreikningarnir enga þýðingu. Þess 

vegna er á ýmsum upplýsingablöðum og ritum talað um dBW. Með þessu er desibelgildið miðað við 

watt, eitt watt. Desibel er í raun hægt að miða við hvað sem er. 

Tökum til dæmis "tepoka", sem viðmiðun. Vegna þess að aukning um 3dB er tvöföldun, tvöfaldast fjöldi 

tepokanna við 3dB aukningu. Sama er að segja um sendinn þinn, sem sendir út 10 wött. Ef aflið er aukið 

um 3dB, sendir hann út 20 wött. Ef þú aftur á móti minnkar aflið um 3dB, sendir hann út 5 wött. 

Eftir að við höfum komið okkur niður á, hvað það er, sem miða skal við, tepokar, wött eða annað, er 

oft sleppt tilvísuninni og aðeins skrifað dB. 

Í upplýsingum um línulegan útgangsmagnara (linear) lesum við að hann hafi 20dB ávinning (gain). Þetta 

þýðir að aflið út er 100 sinnum það afl, sem er sent inn á hann. Aflið er það, sem við erum að athuga 

núna. Og ef við ætlum að gefa upp hve mikið afl magnarinn gefur út þá skrifum við að hann gefi út t.d. 

30dBW eða 30dBw. Þetta þýðir að magnarinn gefur út 1000 wött. 

Til þess að dB fái raunverulegt gildi, þarf að miða það við þekkta stærð af einhverju tagi (dBW= desibel 

miðað við 1 watt). Með desibeli er hægt að vinna í plús, mínus, margföldun og deilingu. Tilgangurinn 

með útreikningum í desibelum er að sjá hlutfallið milli tveggja stærða. Þetta er mikilvægt, vegna þess 

að útreikningur með föstum stærðum, getur gefið ólíkar niðurstöður. 

Ef til dæmis afl 2ja watta sendis er aukið um 2 wött er það tvöföldun á aflinu (3dB). Ef afl 100 watta 

sendis er aukið um 2 wött, er það aðeins aukning um 2% eða 0,086 dB. Til þess að ná sama hlutfalli 

(3dB) þarf að auka aflið um 100 wött upp í 200 wött. Nú kemur að stærðfræðinni, sem er ekki svo 

flókin, en fyrst eru það formúlurnar: 

Þegar dBW er breytt í afl: Watt = antilog(dBW/10). 

Þegar afli er breytt í dBW: dBW= 10(log W). 

Mismunurinn milli tveggja aflstærða í dB: dB=10(log W1/W2). 

Það er nú það. En það eru aðrar leiðir til. Samkvæmt skilgreiningunni er dBW desibel miðað við 1 watt 

og samkvæmt formúlu 1. er 0 dBW jafnt og 1 watt (antilog 0 = 1) Við útreikning samkvæmt þessum 

formúlum er + 1 dBW=1,2589w, +2dBW= 1,5849w, +3dBW= 1,9953w og + 10dBW=10w, sem rúnnast 

í  1,25w;  1,6w  ;  2w  og 10w,  sem  er  nógu  nákvæmt  undir  venjulegum  kringumstæðum.  Að  ofan  var 

minnst á aðrar leiðir við útreikning með desibelum. T.d. að margfalda með 10 fyrir hver 10 dB. Þannig 

sérð þú að 20dB eru jafnt og 100 sinnum (10dB+10dB= 10x10) og ef þú byrjar með 4 wött og eykur 

aflið um 20dB er útkoman 4 x 10 x 10 = 400 wött. Önnur leið er að tvöfalda aflið fyrir hver 3dB, eða 

margfalda aflið með 1,25 fyrir hvert desibel í aukningu, sem er ekki 100% nákvæmt, en nægir okkur. 



 

Notagildi 

Þú ætlar t.d. að kaupa þér sendi og í upplýsingum um hann stendur að hann gefi út +26 dBW. Ef 0dBW 

er jafnt og 1 watt, þá má skipta upp 26 dB á eftirfarandi hátt: +10dB+10dB+3dB+3dB = 26dB, sem einnig 

má rita 10*10*2*2 = 400 eða 400 wött. Fyrir þá nákvæmustu er þetta ekki alveg rétt, en þeir fengju út 

398,107 wött, sem er u.þ.b 0,02dBW minna en 400 wött, en mismunurinn er vart læsilegur á mæli. 

Ef  þú  ert  nú  farinn  að  skynja  þetta  með  desibelin,  má  fara  að  athuga  hvernig  ýmsir 

loftnetaframleiðendur auglýsa gæði framleiðslunnar. Það er t.d. talað um að ákveðið loftnet hafi 14 dB 

ávinning. Hvaða 14 dB, við hvað er miðað, fataslá eða nagla? Þessi tala er þýðingarlaus, það er engin 

viðmiðun. Annars staðar er talað um t.d. 13 dBd eða 13 dBi og þarna er komin viðmiðun. Litla d-ið 

táknar dípól og i-ið táknar isotrop. Dípól þekkjum við sem grunnloftnet, sem mörg önnur eru hönnuð 

eftir,  en  hvað  er  isotrop-loftnet.  Það  er  fræðilegt  loftnet,  sem  hefur  kúlulaga  útgeislunarform,  þ.e. 

geislar jafnt í allar áttir. Ávinningur dípóls miðað við isotrop-loftnet er u.þ.b. +2dBi og ef sagt er að 

loftnet  hafi  3dBi  (ávinning)  er  það  aðeins  um  0,9dB  betra  en  dípóll.  Margir  framleiðendur  gefa 

ávinninginn í dBi, en standi aðeins dB, má ganga út frá því að átt sé við dBi. 

 

Dæmisaga úr raunveruleikanum 



Bjarni, nýorðinn radíóamatör, býr í nokkura tuga kílómetra fjarlægð frá Ársæli. Þeir eiga í erfiðleikum 

með að ná sambandi á nýju handstöðvunum á 70 sentímetrunum. Sambandið er skaplegt ef Bjarni fer 

upp á húsþakið hjá sér. Það er augljós þörf á að setja upp útiloftnet og bæta ávinninginn miðað við 

handstöðvarloftnetið. 

En þar sem Bjarni hefur ekki lesið mikið um desibel, fer hann og kaupir loftnet með 13dBd ávinningi. 

Auk þess verður hann sér úti um notaðan koaxkapal, tengi, loftnetaskiptara og aflmæli og með krafti 

byrjandans er búið að setja allt upp fyrr en varir. Nú skal talað! Ekki er þó uppsetningunni fyrr lokið en 

vonbrigðin  koma  í  ljós.  Þetta  var  bara ekkert  betra en  þegar  hann  húkti  á  þakinu!  Heldur  verra,  ef 

eitthvað var og loftnetið með 13dBd ávinning! Á klúbbfundi lofaði Villi að hjálpa Bjarna að komast að 

því,  hvers  vegna  ástandið  hafði  ekki  batnað,  en  Villi  varð  heldur  skrýtinn  á  svip,  er  hann  sá 

uppsetninguna. Loftnetið var í lagi, en 6 hæða hús með sjakkinn á neðstu hæð, ómerktur koaxkapall, 

sem  virtist  geta  verið  RG58,  40  metra  langur  og  þar  að  auki  samtengdur  á  þrem  stöðum, 

loftnetaskiptarinn og aflmælirinn. 

Já, Bjarni minn, segir Villi, þetta gengur aldrei. Já, en þetta er 13dBd ávinningur, segir Bjarni. Jamm, 

muldrar Villi, það er ekki bara loftnetið, heldur allt hitt líka. Koaxbútana fékkstu væntanlega fyrir lítið, 

ekki satt? Í þeim er að minnsta kosti 35dB deyfing í hverjum 100 metrum og tengin eru heldur ekki 

tapslaus. Við skulum reikna í desibelum, segir Villi. Loftnetið er +13dB, 40 metrar af koaxkapli = -14dB, 

3 tengi - 0,5dB hvert = -1,5dB, loftnetaskiptari -0,5dB og aflmælirinn - 0,5dB. Þetta verður því +13dB-

14dB-0,5dB-0,5dB-0,5dB-0,5dB-0,5dB = -3,5dB. 

Þú ert með deyfingu í loftnetskerfinu og það er varla helmingur aflsins í sendinum, sem nær út í loftnet. 

Þú nærð betri árangri, ef þú ferð upp á þak með handstöðina. Þú gætir byrjað á að fá þér betri kapal, 

sem þú leggur í heilli lengd, stystu leið upp í loftnetið og þá ætti þér að ganga betur, segir Villi. 

 

 

 




Sambandið milli afls og desibel 

 

dB 



Margföldun 

+30 


1000 sinnum 

+20 


100 sinnum 

+10 


10 sinnum 

+3 


2 sinnum 

+2 


1,58 sinnum 

+1 


1,25 sinnum 

1 sinni eða engin breyting 



-1 

0,8 sinnum 

-2 

0,63 sinnum 



-3 

0,5 sinnum 

-10 

0,1 sinnum 



-20 

0,01 sinnum 

-30 

0,001 sinnum 



 

 

 



73 de TF3GB/TF3JA 

 

Yüklə 25,04 Kb.

Dostları ilə paylaş:




Verilənlər bazası müəlliflik hüququ ilə müdafiə olunur ©genderi.org 2024
rəhbərliyinə müraciət

    Ana səhifə