Þriðjudagur 22. mars 2016 Ákvörðun nr. 11/2016



Yüklə 100,49 Kb.
Pdf görüntüsü
tarix11.10.2017
ölçüsü100,49 Kb.
#4341


 

 

 



 

 

 



 

Þriðjudagur 22. mars 2016 

 

Ákvörðun nr. 11/2016 



 

 

 

Samruni KS sölu ehf., Esju Gæðafæðis ehf. og Gallerí Kjöts ehf.

 

 



 

I. 

Málavextir og málsmeðferð 

Með bréfi dags. þann 22. janúar 2016 barst Samkeppniseftirlitinu tilkynning um samruna 

KS sölu ehf. (hér eftir KS sala), Esju Gæðafæðis ehf. (hér eftir Esja) og Gallerí Kjöts ehf. 

(hér eftir Gallerí Kjöt), sbr. 17. gr. a samkeppnislaga nr. 44/2005 og reglur nr. 881/2005 

um  tilkynningu  samruna  með  síðari  breytingum.  Meðfylgjandi  samrunatilkynningu  var 

samrunaskrá í samræmi við reglur nr. 881/2005 og viðauka I með þeim, þ.e.  svokölluð 

lengri samrunatilkynning. Með umræddum kaupum eignast KS sala allt hlutafé í Esju og 

Gallerí  Kjöti.  Að  mati  samrunaaðila  eru  framangreind  kaup  ekki  til  þess  fallin  að  skapa 

samkeppnisleg vandkvæði, sbr. 17. gr. c samkeppnislaga.   

 

Með  bréfi  Samkeppniseftirlitsins,  dags.  27.  janúar  2016,  var  samrunaaðilum tilkynnt  að 



samrunatilkynningin  væri  fullnægjandi  og  þeir  frestir  sem  eftirlitið  hefði  til  að  rannsaka 

samrunann  samkvæmt  17.  gr.  d  samkeppnislaga  hefðu  byrjað  að  líða  frá  og  með  25. 

janúar 2016. 

 

Samkeppniseftirlitið  óskaði  með  bréfum,  dags.  28.  janúar  2016,  eftir  tölulegum 



upplýsingum  frá  rekstraraðilum  í  slátrun  og  kjötvinnslu,  í  því  skyni  að  meta 

markaðshlutdeild  á  sláturmörkuðum  og  tengdum  kjötmörkuðum  og  möguleg 

samkeppnisleg áhrif samrunans. Þá var viðkomandi aðilum ennfremur gefinn kostur á því 

að koma á framfæri athugasemdum sem tengdust þeim mörkuðum sem málið varðar eða 

samrunanum  sem að þeirra  mati hefðu þýðingu við rannsókn  samrunans. Frestur til að 

skila upplýsingunum var veittur til 11. febrúar 2016. Samkeppniseftirlitið þurfti að ítreka 

upplýsingabeiðnina við nokkra aðila með bréfum dagsettum 15. febrúar 2016. Ítrekaður 

svarfrestur  var  veittur  til  19.  febrúar  2016.  Upplýsingarnar  og  frekari  athugasemdir 

bárust á tímabilinu frá 29. janúar til 8. mars 2016.  

 

Með  bréfi  Samkeppniseftirlitsins,  dags.  25.  febrúar  2016,  tilkynnti  Samkeppniseftirlitið 



samrunaaðilum  að  það  teldi  ástæðu  til  að  rannsaka  frekar  samkeppnisleg  áhrif 

samrunans, sbr. 1. mgr. 17. gr. d samkeppnislaga.  

 

 



 

 

 





II.  

Samruninn, aðilar hans og yfirráð 

Samkvæmt 17. gr. samkeppnislaga telst samruni hafa átt sér stað þegar breyting verður 

á yfirráðum til frambúðar. Samruni getur þannig m.a. falist í því að fyrirtæki  taki annað 

fyrirtæki yfir eða það nái yfirráðum í heild eða hluta yfir öðru fyrirtæki, t.d. með því að 

kaupa hluta af eignum þess eða þær allar, sbr. 1. mgr. 17. gr. laganna. 

 

Í  samrunatilkynningu  kemur  fram  að  KS  sala  sé  dótturfélag  í  100%  eigu  Kaupfélags 



Skagfirðinga  svf.  (hér  eftir  KS).  Helsta  starfsemi  sem  KS  fæst  við  er  sjávarútvegur, 

kjötframleiðsla,  mjólkurframleiðsla,  fóðurframleiðsla  og  innflutningur,  verslunarrekstur, 

rekstur  rafmagns-,  bíla-  og  vélaverkstæðis  og  vöruflutningar.  Tekið  er  fram  í 

samrunatilkynningunni að KS hafi hafið starfsemi á markaðnum fyrir fullvinnslu á kjöti í 

kjölfar  kaupa  KS  á  Sláturhúsinu  Hellu  ehf.  (hér  eftir  Sláturhúsið  Hellu)  og  Skanka  ehf. 

(hér  eftir  Skanki),  sbr.  ákvörðun  Samkeppniseftirlitsins  nr.  30/2014,  Samruni  KS  sölu 



ehf.,  Sláturhússins  Hellu  hf.  og  Skanka  ehf.  Áhugi  sé  hjá  KS  að  þjónusta 

afurðakaupendur á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar betur en verið hafi með því að 

auka við starfsemi félagsins í kjötvinnslu og bæta framboð á unnu kjöti til viðskiptavina 

þess. Með kaupum KS á framangreindum félögum hafi vörulína KS breikkað. KS hafi áður 

fyrst og fremst grófunnið vörur úr sauðfé, nautum og hrossum. Með kaupum á Esju telur 

KS  að  framboð  félagsins  á  fullunnum  kjötvörum  muni  aukast.  Markmiðið  með  þeim 

kaupum sem nú séu til skoðunar sé að veita viðskiptavinum góða þjónustu í samkeppni 

við  þá  aðila  sem  fyrir  séu  á  markaðnum.  Ætlunin  sé  að  styrkja  starfsemi  KS  á  sviði 

kjötvinnslu og fullvinnslu á kjötafurðum. 

 

Esja  er  í  fullri  eigu  Gæðafæðis  ehf.  (hér  eftir  Gæðafæði).  Sömu  einstaklingar  eiga 



Gæðafæði og Gallerí kjöt. Helsta starfsemi Esju er fullvinnsla á ýmiss konar kjötafurðum 

fyrir mötuneyti, stóreldhús, veitingarstaði og verslanir. Gallerí Kjöt heldur aftur á móti úti 

sérverslun með kjöt og tengdar vörur. 

 

Samruninn  nær  til  vinnslu  kjötafurða.  Esja  starfar  við  kjötvinnslu  og  selur  unnar  vörur 



áfram  til  dagvöruverslana  og  stóreldhúsa  á  borð  við  veitingahús  og  mötuneyti.  KS, 

móðurfélag  KS  sölu,  á  og  rekur  sauðfjársláturhús  og  stórgripasláturhús  á  Sauðárkróki. 

Félagið annast slátrun á sauðfé, nautgripum og hrossum og grófvinnur vörur úr gripunum. 

KS á jafnframt 50% hlut í Sláturhúsi KVH á Hvammstanga sem  rekur sauðfjársláturhús 

og stórgripasláturhús. Þau sláturhús grófvinna einnig úr sauðfé, nautgripum og hrossum. 

Einnig  fer  KS  með  60,6%  hlut  í  Sláturhúsinu  Hellu  sem  er  stórgripasláturhús.  Í  kjölfar 

kaupa KS á 60% hlut í Skanka hefur KS haft með höndum nokkra vinnslu á kjötafurðum. 

 

Að mati samrunaaðila felst ávinningur samrunans í aukinni hagræðingu og samlegð sem 



tryggi samkeppnishæfni fyrirtækjanna. Félögin verða því betur í stakk búin til samkeppni 

við stærri félög á markaðnum í kjölfar samrunans. Með kaupunum auki KS við starfsemi 

sína á sviði fullvinnslu á kjöti og geti boðið breitt úrval af fullunnum kjötvörum til ýmissa 

aðila ásamt því að taka frekari þátt í að vinna þær afurðir sem til verða við slátrun innan 

samstæðunnar. Skapast því jafnframt tækifæri fyrir KS til þess að flytja út kjöt í meira 

mæli  en  áður  hafi  verið  í  gegnum  erlend  viðskiptasambönd.  Þá  hafi  Esja  yfir  ýmsum 

tækjum að ráða sem geri félaginu kleyft að framleiða ýmsa tilbúna rétti sem Skanki hafi 

ekki getað gert. Megi því ætla að vörur verði fullunnar innan samstæðu KS í meira mæli 




 

 

 



en  áður  hafi  verið.  Þá  áætli  KS  að  með  samrunanum  muni  nást  fram  hagræðing  í 

dreifingu. 

 

Samkvæmt  samrunaskránni  eru  dótturfélög  KS,  auk  KS  sölu,  FISK  Seafood  ehf., 



Vörumiðlun, Trésmiðjan Borg ehf., Tækjagarður ehf. (50%), Fóðurfélagið ehf., Vogabær 

ehf., Norðlensk Orka ehf. (92,2%), Þrá ehf. (50%), Steinull ehf. (51%), Kaupsæld ehf., 

Fóðurblandan  hf.,  Reykir  í  Hjaltadal  ehf.,  Fjölbygg  ehf.,  Íslenskar  sjávarafurðir  ehf., 

Tengill  Eignarhaldsfélag,  Tengill  ehf.,  ÍSKS  ehf.,  Nýprent  ehf.,  IceCorpo  Iceland  ehf.  og 

Heilsuprótein ehf. Þá kemur fram að sum dótturfélög KS eigi enn önnur dótturfélög. 

 

Í samrunatilkynningunni er þess getið að ekki sé um nein önnur fyrirtæki að ræða sem 



séu  undir  yfirráðum  samrunaaðila  og  stundi  viðskipti  á  markaði  þar  sem  áhrifa 

samrunans gæti. Þá sé ekki um neitt annað formlegt eða óformlegt viðskiptalegt samstarf 

að ræða þar sem áhrifa gæti í þessu máli. 

 

 



III.  

Niðurstaða 

Við mat á samkeppnislegum áhrifum af samruna ber að líta til þess hvort samruninn leiði 

til  þess  að  markaðsráðandi  staða  verði  til  eða  styrkist  eða  samruninn  leiði  til  þess  að 

samkeppni raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti, sbr. 17. gr. c. samkeppnislaga. 

Í 4. gr. laganna kemur fram að markaðsráðandi staða sé fyrir hendi þegar fyrirtæki hefur 

þann efnahagslega styrk að geta hindrað samkeppni á þeim markaði sem máli skiptir og 

það  geti  að  verulegu  leyti  starfað  án  þess  að  taka  tillit  til  keppinauta,  viðskiptavina  og 

neytenda. 

 

1.  

Um skilgreiningu markaða 

Í umfjöllun um markaðinn í samrunatilkynningunni segir m.a.:  

 

„Kaupfélag  Skagfirðinga  og  Sláturhús  KVH  hafa  enga  fullvinnslu  á  kjöti  með 

höndum, þ.e. enga farsgerð, áleggsgerð né reykingu. KS og KVH eru einungis í 

grófhlutun og pökkun á lambi, nauti og hrossum, auk þess að salta og krydda í 

litlum mæli u.þ.b. 0,5% grófhlutunar. 

 

Sláturhúsið á Hellu er að sama skapi í grófhlutun og pökkun á nauti og hrossum. 

Einnig  sinnir  Sláturhúsið  á  Hellu  einhverri  reykingu  og  söltun  í  litlu  mæli,  auk 

framleiðslu á bjúgum og hamborgurum. Stærstur hluti er þó aðeins grófhlutaður 

og seldur þannig áfram. 

 

Skanki er aftur á móti í fullvinnslu kjötvara úr nauti, svínum, lambi og hrossum 

(í litlu mæli). Sama máli gegnir um Esju sem starfar við fullvinnslu á kjöti. Fer 

engin slátrun fram á vegum Esju.“ 

 

Að mati samrunaaðila mun samkeppnislegra áhrifa vegna samrunans gæta á mörkuðum 

fyrir slátrun sauðfjár, hrossa og nautgripa, á markaðnum fyrir sölu á ferskum kjötvörum 

og  markaðnum  fyrir  sölu  á  unnum  kjötvörum.  Þá  gæti  áhrifa  einnig  gætt  á 

dagvörumarkaði  en  KS  starfar  á  þeim  markaði.  Auk  þess  selur  Gallerí  Kjöt  unnið  kjöt  í 



 

 

 



sérstakri  verslun  ásamt  nokkrum  öðrum  vörum.  Gæti  sú  verslun  talist  vera  á 

dagvörumarkaði en velta hennar og markaðshlutdeild sé þó óveruleg. 

 

Í  samrunatilkynningunni  kemur  fram  að  í  ákvörðun  Samkeppniseftirlitsins  nr.  30/2014 



hafi kjötmörkuðum verið skipt í sláturmarkað, markað fyrir gróf- og fullvinnslu á kjöti og 

markað fyrir sölu til dagvöruverslana og annarra aðila.  Þá hafi Samkeppniseftirlitið skipt 

markaðnum niður eftir kjöttegundum. Markaðnum fyrir sölu frá kjötvinnslum hafi þó ekki 

verið skipt sérstaklega upp í undirmarkaði og telja samrunaaðilar ekki ástæðu til þess að 

gera það hér.  

 

Þá er það mat samrunaaðila að á öllum mörkuðum þar sem áhrifa gæti sé landfræðilegur 



markaður Ísland. 

 

Eins og áður segir hefur Samkeppniseftirlitið í eldri ákvörðunum talið að hver kjöttegund 



tilheyri sérstökum markaði. Má í því sambandi m.a. vísa til ákvörðunar samkeppnisráðs 

nr. 25/2001 Samningur Reykjagarðs hf. og Ferskra kjúklinga ehf. um slátrun og pökkun á 



kjúklingum,  þar  sem  talið  var  að  sérstakir  eiginleikar  kjúklingakjöts  leiddu  til  þeirrar 

niðurstöðu  að  takmörkuð  staðganga  væri  á  milli  kjúklingakjöts  og  annarra  tegunda  af 

kjöti.  Í  ákvörðun  Samkeppniseftirlitsins  nr.  33/2010  Samkeppnishömlur  í  tengslum  við 

forverðmerkingar á kjötvörum var talið að hver kjöttegund væri á sjálfstæðum markaði. 

Þá var lagt til grundvallar í úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 1/2011 



Búvangur  o.fl.  gegn  Samkeppniseftirlitinu  að  svínakjöt  tilheyrði  sérstökum  markaði.

1

 Þá 



má  að  lokum  nefna  að  í  ákvörðun  Samkeppniseftirlitsins  nr.  30/2014  Samruni  KS  sölu 

ehf.,  Sláturhússins  Hellu  hf.  og  Skanka  ehf.  var  talið  að  hver  kjöttegund  tilheyrði 

sérstökum markaði. 

 

Að  mati  Samkeppniseftirlitsins  eiga  sömu  sjónarmið  við  í  þessu  máli,  þ.e.  að  hver 



kjöttegund  tilheyri  sérstökum  markaði.  Þau  kjötvinnslufyrirtæki  sem  um  ræðir  í  málinu 

framleiða  aðallega  vörur  úr  kindakjöti,  nautakjöti  og  hrossakjöti  og  lítilsháttar  úr 

svínakjöti. Samkeppniseftirlitið telur því eðlilegt að mörkuðum þessa máls verði skipt eftir 

umræddum kjöttegundum. 

 

Eins og áður segir hafa KS og Sláturhúsið Hellu að óverulegu leyti með fullvinnslu á kjöti 



að gera. Meginstarfsemi KS og KVH, dótturfélags þess, á viðkomandi mörkuðum málsins 

felst  fyrst  og  fremst  í  grófhlutun  og  pökkun  á  lambi,  nauti  og  hrossum,  auk  þess  að 

krydda  og  salta í litlum  mæli.  Skanki  er  aftur  á  móti í  fullvinnslu  á  kjötvörum  úr  nauti, 

svínum, lambi, alifuglakjöti og hrossum og sama máli gegnir um Esju. Gallerí Kjöt heldur 

síðan úti sérverslun með kjöt og tengdar vörur. 

 

Með vísan til framangreinds er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að samruninn varði 



sölu á viðkomandi ferskum og unnum kjötvörum sem áður er getið.   

 

Þá er það ennfremur  niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að landfræðilegir markaðir þessa 



máls eigi við um landið allt, Ísland. 

 

                                           



1

 Sjá  einnig  ákvörðun  Samkeppniseftirlitsins  nr.  36/2011  Brot  Síldar  og  fisks  ehf.  og  Matfugls  ehf.  á  10.  gr. 



samkeppnislaga. 


 

 

 





2.  

Markaðshlutdeild aðila á viðkomandi mörkuðum 

Það  er  meginregla  í  samkeppnisrétti  að  fyrirtæki  sem  er  með  50%  markaðshlutdeild  á 

hinum  skilgreinda  markaði  er  talið  markaðsráðandi,  nema  skýr  sönnunargögn  bendi  til 

annars.


2

 Ályktunin um markaðsráðandi stöðu sem draga má af markaðshlutdeild er enn 

sterkari ef fyrirtæki hafa meira en 50% markaðshlutdeild.  

 

Í  ákvörðun  þessari  er  samruni  KS  sölu,  Esju  og  Gallerí  Kjöts  tekinn  til  skoðunar  í 



samræmi  við  ákvæði  samkeppnislaga  um  samruna.  Í  máli  þessu  þarf  því  að  rannsaka 

hvort  samruni  þessara  fyrirtækja  hindri  virka  samkeppni  með  því  að  markaðsráðandi 

staða  verði  til  eða  slík  staða  styrkist  á  hinum  skilgreindu  mörkuðum  málsins,  eða 

samruninn verði til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum 

hætti, sbr. 1. mgr. 17. gr. c. samkeppnislaga nr. 44/2005. 

 

Framangreindur  samruni  felur  í  sér  láréttan  samruna  (e.    horizontal  merger)  þar  sem 



samrunaaðilar  starfa  allir  við  vinnslu  og  sölu  á  fersku  og  unnum  kjötafurðum.  Nánar 

tiltekið  starfar  KS  við  grófvinnslu  á  kjötafurðum,  auk  þess  að  annast  slátrun  búfjár,  en 

engin  fullvinnsla  fer  þar  fram.  Sláturhúsið    Hellu  sem  KS  sala  keypti  árið  2014  starfar 

einnig  við  grófhlutun  og  pökkun  á  kjöti  auk  þess  sem  það  sinnir  einhverri  fullvinnslu  í 

litlum  mæli.  Esja  starfar  aftur  á  móti  við  fullvinnslu  á  ýmiss  konar  kjötafurðum  fyrir 

mötuneyti,  stóreldhús,  veitingastaði  og  verslanir.  Skanki  starfar  fyrst  og  fremst  við 

vinnslu og sölu á ferskum og unnum kjötvörum.  Gallerí Kjöt heldur síðan úti sérverslun 

með kjöt og tengdar vörur eins og áður segir.  

 

Samkeppnishömlur sem stafa af láréttum samruna eru aðallega af þrennum toga. Í fyrsta 



lagi ef samruni verður til þess að viðkomandi fyrirtæki hætta að keppa sín á milli um hylli 

viðskiptavina  sinna  með  tilheyrandi  afleiðingum  fyrir  viðskiptavini  og  neytendur.  Í  öðru 

lagi ef samruni leiðir til þess að hið sameinaða fyrirtæki öðlist það mikinn efnahagslegan 

styrk að það geti hætt að taka tillit til keppinauta sinna og neytenda. Í þriðja lagi ef aukin 

samþjöppun  á  markaðnum  sem  fylgir  láréttum  samruna  dregur  alvarlega  úr  samkeppni 

þeirra fyrirtækja sem eftir eru á markaðnum. Lóðréttir samrunar eru almennt ólíklegri en 

láréttir samrunar til þess að fela í sér takmörkun á samkeppni. Þeir geta þó undir vissum 

kringumstæðum haft í för með sér skaðleg útilokunaráhrif.  

 

Í  samrunatilkynningunni  vísa  samrunaaðilar  til  ákvörðunar  Samkeppniseftirlitsins  nr. 



30/2014  er  varðaði  samruna  KS  sölu,  Sláturhússins  Hellu  og  Skanka.  Í  sölu  á  ferskum 

kjötvörum  voru  félögin sem  voru  að  sameinast  talin  hafa  undir  20%  markaðshlutdeild í 

kindakjöti,  undir  20%  markaðshlutdeild  í  hrossakjöti,  undir  10%  markaðshlutdeild  í 

nautakjöti  og  undir  5%  markaðshlutdeild  í  svínakjöti.  Markaðshlutdeildin  á  markaðnum 

fyrir  sölu  á  unnum  kjötvörum  var  talin  vera  undir  10%  á  öllum  mörkuðum.  Var 

samruninn því samþykktur án íhlutunar. 

 

Eins  og  áður  segir  starfar  Esja  fyrst  og  fremst  á  sviði  kjötvinnslu.  Markaðshlutdeild  KS 



fyrir samrunann á þeim markaði var tiltölulega lág en ólíklegt er að mati samrunaaðila að 

                                           

2

 Sjá  hér  t.d.  dóm  undirréttar  ESB  frá  30.  janúar  2007  í  máli  nr.  T-340/03  France  Télécom  v  Commission



„…although  the  importance of  market shares  may vary from  one  market  to  another, very  large  shares  are  in 

themselves, and save in exceptional circumstances, evidence of the existence of a dominant position (Hoffman-

La Roche v. Commission, paragraph 80 above, paragraph 41, and Case T-221/95 Endemol v Commission [1999] 

ECR  II-1299,  paragraph  134).  The  Court  of  Justice  held  in  Case  C-62/86  AKZO  v  Commission  [1991]  ECR  I-

3359, paragraph 60, that this was so in the case of a 50% market share.“ 


 

 

 



markaðshlutdeild sameinaðs félags á sviði kjötvinnslu sé meira en 15%. Þá sé ólíklegt að 

markaðshlutdeild KS hafi breyst verulega frá því að ákvörðun nr. 30/2014 hafi verið tekin 

að mati samrunaaðila. 

 

Þá  er  það  mat  samrunaaðila  að  almennt  gæti  mikillar  samkeppni  á mörkuðum  málsins. 



Nokkur  fjöldi  aðila  starfi  við  slátrun,  kjötvinnslu  og  sölu  á  kjötafurðum  um  land  allt.  Þá 

hafi  töluverðrar  samkeppni  gætt  á  milli  þessara  aðila  á  undanförnum  árum.  Óveruleg 

breyting hafi orðið á markaðnum frá því að KS hafi keypt Sláturhúsið Hellu og Skanka en 

í  millitíðinni  hafi  Kjarnarfæði  hf.  þó  keypt  SAH  afurðir  ehf.,  sbr.  ákvörðun 

Samkeppniseftirlitsins nr. 34/2014, Samruni Kjarnafæðis hf. og SAH afurða ehf. Þar hafi 

verið um að ræða félög á ólíkum sölustigum og því óveruleg breyting á markaðnum fyrir 

slátrun og grófvinnslu á kjöti. 

 

Þá  segir  að  stærstur  hluti  afurða  KS,  Sláturhúss  KVH  og  Sláturhússins  Hellu  sé  seldur 



áfram til kjötvinnslufyrirtækja sem fullvinni vöruna. Stærstu fyrirtækin á markaðnum reki 

hins  vegar  bæði  sláturhús  og  kjötvinnslur  þar  sem  allar  kjöttegundir  og  kjötafurðir  séu 

fullunnar í neytendapakkningum fyrir matvöruverslanir. Það hafi hins vegar þau áhrif að 

erfitt sé að meta markaðshlutdeild einstakra félaga út frá veltu.  

 

Hvað  varði  sölu  á  fersku  og  unnu  kjöti  þá  séu  Sláturhúsið  Hellu,  Sláturhús  KVH  og  KS 



ekki í fullvinnslu á kjöti nema í mjög litlum mæli. KS sé fyrst og fremst í grófhlutun og 

pökkun  á  lambi,  nauti  og  hrossum.  Þær  unnu  kjötvörur  sem  KS  selji  séu  aðkeyptar  og 

aðeins  seldar  í  heildsölu  í  Skagafirði.  Skanki  fullvinni  kjötvörur  en  markaðshlutdeild 

félagsins  sé  ekki  há.  Í  ákvörðun  Samkeppniseftirlitsins  árið  2014  kom  fram  að 

markaðshlutdeild félagsins væri lægri en 10%. Þá hafi markaðshlutdeild sameinaðs félags 

í fullunnu svínakjöti talin vera undir 5%, undir 10% í nautakjöti, undir 20% í kindakjöti 

og undir 20% í hrossakjöti í sömu ákvörðun. Þá var sameiginleg markaðshlutdeild í sölu á 

unnum kjötvörum til dagvöruverslana áætluð undir 10% í sömu kjöttegundum. 

 

Að  mati  samrunaaðila  gefi  þessar  tölur  sem  birst  hafa  í  ákvörðunum 



Samkeppniseftirlitsins  sæmilega  mynd  af  markaðnum  með  unnar  kjötvörur  í  dag. 

Markaðsaðstæður hafi ekki að mati samrunaaðila breyst svo um muni frá því að ákvörðun 

nr. 30/2014 var tekin. 

 

Nokkrir aðilar selji lítið sem ekkert til dagvöruverslana en starfi á markaði fyrir vinnslu á 



nauti, lambi og svíni til veitingahúsa, mötuneyta og hótela. Stærstu aðilar á markaðnum 

væru  Norðlenska  matborðið,  Sláturfélag  Suðurlands,  Kjarnafæði,  Stjörnugrís,  Ferskar 

kjötvörur og Síld og Fiskur. Stærstur hluti sláturgripa færi í gegnum sláturhús og vinnslur 

þessara aðila og áfram til dagvöruverslana og annarra aðila. 

 

Að  mati  samrunaaðila  væri  ekki  um  aðrar  aðgangshindranir  að  ræða  en  þann 



fjárfestingarkostnað  sem  fylgi  því  að  tryggja  sér  vélar  og  tæki.  Ætla  mætti  að  sá 

kostnaður væri að vissu marki endurheimtanlegur með sölu  á tækjunum væri starfsemi 

hætt.  Einnig  þyrfti  að  útvega  nauðsynleg  leyfi  en  það  gæti  ekki  talist aðgangshindrun  í 

sjálfu sér þó að nokkur kostnaður fylgi leyfum og matvælaeftirliti. Vissulega væru ýmsar 

hömlur á innflutningi á kjöti en hann hefði þó verið allnokkur undanfarin misseri. Þá gætu 

bændur  lagt  inn  hjá  hvaða  sláturhúsi  sem  er  og  því  gæti  hver  sem  er  hafið  slátrun. 

Sláturhús á Íslandi hafi svo selt kjöt til kjötvinnslna sem eftir því hefðu óskað. Því ættu 



 

 

 



ný  fyrirtæki  að  geta  tryggt  sér  aðföng  vandkvæðalaust.  Þá  væri  ekki  þörf  á  sérstakri 

aðstöðu eða samstarfi til þess að starfa á markaðnum. 

 

Að  lokum  kemur  fram  það  mat  samrunaaðila  að  með  samrunanum  myndi  samkeppni  á 



markaði fyrir ferskar og unnar kjötvörur aukast og því væru áhrif á neytendur jákvæð. Þá 

teldu samrunaaðilar að samruninn hefði jákvæð áhrif á viðskiptavini kjötvinnslna þar sem 

sterkari aðili yrði til sem væri fær um að keppa við ríkjandi aðila á markaði fyrir unnar 

kjötvörur. Samrunaaðilar bentu sérstaklega á í þessu samhengi að samkvæmt ákvörðun 

nr. 30/2014 hafi markaðshlutdeild KS á markaðnum verið lág. Samrunaaðilar telji því að 

samruninn muni koma til með að hafa jákvæð áhrif þar sem sterkara félag verði til, sem 

fært  verði  í  að  taka  þátt  í  heilbrigðri  samkeppni  við  stóra  aðila  sem  fyrir  séu  á 

markaðnum. Samruninn sé  ekki til þess fallinn að hindra samkeppni með neinum hætti 

að mati samrunaaðila. 

 

Samkeppniseftirlitið bendir á að tilgangur þess að meta markaðshlutdeild á skilgreindum 



mörkuðum  í  samrunamálum  er  sá  að  auðvelda  mat  á  því  hvort  samruni  muni  leiða  til 

skaða fyrir neytendur og tjóns fyrir samfélagið. Mat á markaðshlutdeild er jafnan hluti af 

mati á aðstæðum á mörkuðum. Við mat á því hvort tiltekin markaðshlutdeild beri vott um 

skaðlega samþjöppun þarf jafnan að horfa til ýmissa annarra  eiginleika markaðarins og 

þeirra fyrirtækja sem um ræðir í viðkomandi máli. 

 

Mjög  há  markaðshlutdeild  eða  50%  eða  meiri  getur  í  sjálfu  sér  verið  til  vitnis  um 



markaðsráðandi  stöðu,  sbr.  dóm  Hæstaréttar  í  máli  nr.  188/2010  Hagar  hf.  gegn 

Samkeppniseftirlitinu og íslenska ríkinu. Samruni fyrirtækja sem verða eftir samruna með 

undir 50% markaðshlutdeild geta einnig raskað samkeppni í ljósi annarra atriða svo sem 

styrks  og  fjölda  keppinauta,  hvort  fyrir  hendi  séu  takmarkanir  á  framleiðslugetu,  eða  í 

ljósi þess að hve miklu leyti vörutegundir samrunaaðila eru staðgönguvörur. Þannig hefur 

t.d. framkvæmdastjórn ESB talið að samrunar sem leiða til þess að samrunafyrirtæki nái 

markaðshlutdeild á milli 40 og 50% og í sumum tilvikum minna en 40% myndi eða styrki 

markaðsráðandi stöðu.

3

 



 

Við  ákvörðun  um  markaðshlutdeild  er  að  jafnaði  stuðst  við  upplýsingar  hlutaðeigandi 

fyrirtækja um tekjur þeirra vegna  sölu á vöru  og/eða þjónustu  sem um ræðir á  síðasta 

heila almanaksári eða eftir atvikum fleiri undangengnum árum, sbr. t.d. ársreikninga eða 

árshlutauppgjör  eða  nánari  sundurliðun  á  tekjum  eftir  því  sem  við  á  í  hverju  máli.  Þar 

sem samþætting sláturhúsa og vinnslu er mjög mismunandi þá er erfiðleikum bundið að 

vinna  samanburðarhæfar  upplýsingar  upp  úr  ársreikningum  allra  sláturleyfishafa  og 

vinnslufyrirtækja á landinu. Í ljósi þess þótti Samkeppniseftirlitinu rétt að kalla m.a. eftir 

tölulegum upplýsingum frá vinnsluaðilum um tekjur vegna vinnslu og sölu á ferskum og 

unnum  kjötvörum  á  árunum  2014  og  2015.  Þá  var  jafnframt  óskað  eftir  sundurliðun  á 

tekjum  af  seldum  afurðum  til  eigin  kjötvinnslu  og  útflutning.  Einnig  var  aflað 

sundurliðaðra upplýsinga um sláturgripi en þar sem það er mat Samkeppniseftirlitsins að 

slátrun sé ekki hluti af þeim markaði sem máli skipti er ekki ástæða til að fjalla frekar um 

sláturmarkaðinn hér.    

 

                                           



3

 Sjá:  Guidelines  on  the  assessment  of  horizontal  mergers  under  the  Council  Regulation  on  the  control  of 

concentrations between undertakings (2004/C 31/03). 



 

 

 



Eins og rakið er hér að framan er það mat Samkeppniseftirlitsins að markaðir þessa máls 

sé vinnsla og sala á ferskum og unnum kjötvörum af sláturgripum öðrum en kjúklingum. 

Að  mati  Samkeppniseftirlitsins  er  því  rétt  að  víkja  nánar  að  stöðu  samrunaaðila  á 

mörkuðunum fyrir sölu á þessum vörum.  

 

2.1 



Markaður fyrir sölu á ferskum kjötvörum 

Sameiginleg markaðshlutdeild samrunaaðila í sölu á ferskum kjötvörum var undir 30% í 

kinda-  og  nautakjöti,  undir  20%  í  hrossakjöti  og  undir  5%  í  svínakjöti  á 

innanlandsmarkaði  á  árinu  2015.  Hlutdeild  samrunaaðila  í  sölu  til  eigin  kjötvinnslu  var 

undir 5% í svínakjöti og hrossakjöti, undir 10% í kindakjöti og undir 15% í nautakjöti á 

árinu 2015.  

 

2.2 


 

Markaður fyrir sölu á unnum kjötvörum 

Sameiginleg markaðshlutdeild samrunaaðila í sölu á unnum kjötvörum var á árinu 2015 

undir 10% í kinda- og svínakjöti, undir 5% í hrossakjöti og undir 15% í nautakjöti.  

 

Með  vísan  til  framangreinds  er  það  mat  Samkeppniseftirlitsins  að  skipting 



markaðshlutdeildar  milli  keppinauta  ein  og  sér  gefi  ekki  ástæðu  til  að  ætla  að 

markaðsráðandi staða sé að myndast á skilgreindum mörkuðum málsins. 

 

3.  

Önnur samkeppnisleg áhrif af samrunanum 

Hér  að  framan  hefur  verið  fjallað  um  markaðshlutdeild  á  mörkuðum  málsins  í  kjölfar 

samrunans.  Ljóst  er  að  samruninn  eykur  við  þá  samþjöppun  sem  fyrir  er  á  mörkuðum 

málsins  en  það  sem  dregur  úr  vægi  þess  er  að  starfsemi  samrunaaðila  á  mörkuðum 

málsins er að nokkru leyti ólík eins og framar segir.  

 

Eins og áður segir telja samrunaaðilar að samkeppnislegra áhrifa samrunans muni gæta á 



þeim mörkuðum sem Esja, Gallerí Kjöt, KS og dótturfélög þess starfa á. Nánar tiltekið sé 

um  að  ræða  markaðina  fyrir  slátrun  sauðfjár,  hrossa  og  nautgripa  og  fyrir  ferskar  og 

unnar kjötvörur. Þá kunni áhrifa einnig að gæta á dagvörumarkaði en KS starfar á þeim 

markaði.  Auk  þess  sem  Gallerí  Kjöt  selur  einnig  unnið  kjöt  í  sérstakri  verslun  ásamt 

nokkrum öðrum vörum en sú verslun gæti talist vera á dagvörumarkaði. Samrunaaðilar 

taka  fram  að  með  samrunanum  muni  samkeppni  á  markaði  fyrir  ferskar  og  unnar 

kjötvörur  aukast  og  séu  áhrif  hans  á  neytendur  því  jákvæð.  Þá  muni  samruninn  einnig 

hafa jákvæð áhrif á viðskiptavini kjötvinnslna þar sem sterkari aðili verður til sem verður 

fær um að keppa við stóra aðila sem fyrir eru á markaðnum fyrir unnar kjötvörur. Það er 

mat samrunaaðila að samruninn sé ekki til þess fallinn að hindra samkeppni með neinum 

hætti. 

 

Eins og áður hefur komið fram er markaðshlutdeild samrunaaðila í kjölfar samrunans ekki 



það há að hún leiði út af fyrir sig til markaðsráðandi stöðu á skilgreindum mörkuðum. Til 

að mynda verður hlutdeild þeirra á mörkuðum málsins þar sem áhrifa gætir töluvert undir 

50%.  Bendir  sú  staðreynd  ein  og  sér  til  þess  að  samruninn  muni  ekki  hindra  virka 

samkeppni.  Þá  hefur  ekkert  komið  fram  við  rannsókn  málsins  sem  leiðir  til  þess  að 

samkeppni raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti þannig að þörf sé á íhlutun af 

hálfu Samkeppiseftirlitsins. 

 



 

 

 



Af  samtölum  við  keppinauta  á  markaði  að  dæma  hafa  sjálfstæðar  kjötvinnslur  nokkrar 

áhyggjur  af  lóðréttri  samþættingu  í  slátrun  og  vinnslu  á  einstökum  mörkuðum.  Í  því 

sambandi  hafa  þessar  kjötvinnslur  bent  á  að  þær  þurfi  að  reiða  sig  á  hráefni  frá 

sláturleyfishöfum, sem  allflestir muni nú reka  sínar eigin kjötvinnslur eða tengjast þeim 

með sameiginlegu eignarhaldi. Við blasi því sú staða að sláturhúsin hafi sterkan hvata og 

getu til þess, með heildsöluverðlagningu sinni til sjálfstæðra kjötvinnslna, að verðleggja 

þær út af markaðnum.  



 

Vissulega er rétt að nokkur samþjöppun hefur átt sér stað á markaðnum á undanförnum 

árum  sem  huga  þarf  vel  að  og  gæta  þess  að  það  leiði  ekki  til  þess  að 

kjötvinnslufyrirtækin  sem  ekki  hafa  eignatengsl  við  sláturhús  á  markaðnum  verði  með 

samkeppnishamlandi hætti útilokuð frá markaðnum. Að mati Samkeppniseftirlitsins er þó 

ekkert sem gefur tilkynna að slíkt muni leiða af þeim samruna sem hér er til umfjöllunar.  

 

Með  hliðsjón  af  öllu  framangreindu  telur  Samkeppniseftirlitið  að  fyrirhugaður  samruni 



leiði  ekki  til  þess  að  markaðsráðandi  staða  verði  til  eða  styrkist  eða  samruninn  leiði  til 

þess  að  samkeppni  raskist  að  öðru  leyti  með  umtalsverðum  hætti,  sbr.  17.  gr.  c. 

samkeppnislaga.  Samkeppniseftirlitið  telur  því  ekki  ástæðu  til  að  aðhafast  frekar  vegna 

umrædds samruna á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga. 

 

 

 



Ákvörðunarorð: 

 

„Í kaupum KS sölu ehf. á Esju Gæðafæði ehf. og Gallerí Kjöt ehf. felst samruni í 

skilningi 17. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Samkeppniseftirlitið telur ekki 

forsendur til að aðhafast frekar vegna samrunans.“ 

 

 



Samkeppniseftirlitið 

 

 



 

Páll Gunnar Pálsson 



 

Yüklə 100,49 Kb.

Dostları ilə paylaş:




Verilənlər bazası müəlliflik hüququ ilə müdafiə olunur ©genderi.org 2024
rəhbərliyinə müraciət

    Ana səhifə