Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2015-2019



Yüklə 84,29 Kb.
Pdf görüntüsü
tarix05.02.2018
ölçüsü84,29 Kb.
#24651


 

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra 

             



Sóknaráætlun 

Norðurlands vestra 

2015-2019

 

 



 

 

 




 

 



EFNISYFIRLIT 

 

1



 

Inngangur .............................................................................................................................................................. 2

 

2

 



Leiðarljós ............................................................................................................................................................... 3

 

3



 

Framtíðarsýn ......................................................................................................................................................... 3

 

4

 



Staða landshlutans 2015 ....................................................................................................................................... 4

 

5



 

Nýsköpun og Atvinnuþróun ................................................................................................................................... 6

 

5.1


 

Stefna og megináherslur ................................................................................................................................... 6

 

5.2


 

Markmið og aðgerðir ......................................................................................................................................... 6

 

6

 



Lýðfræðileg þróun ................................................................................................................................................. 7

 

6.1



 

Stefna og megináherslur ................................................................................................................................... 7

 

6.2


 

Markmið og aðgerðir ......................................................................................................................................... 7

 

7

 



Mannauður ............................................................................................................................................................ 8

 

7.1



 

Stefna og megináherslur ................................................................................................................................... 8

 

7.2


 

Markmið og aðgerðir ......................................................................................................................................... 8

 

8

 



Menningarmál ........................................................................................................................................................ 9

 

8.1



 

Stefna og megináherslur ................................................................................................................................... 9

 

8.2


 

Markmið og aðgerðir ......................................................................................................................................... 9

 

9

 



Samantekt ........................................................................................................................................................... 10

 

10



 

Viðaukar .............................................................................................................................................................. 10

 

10.1


 

Stefna sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um sameiginlegt starf að menningarmálum .............................. 10

 

10.2


 

Norðurland vestra 

 Stöðugreining 2014 (Byggðastofnun) ......................................................................... 10



 

 

 



 


 



1  INNGANGUR 

Sóknaráætlun Norðurlands vestra fyrir árin 2015 til 2019 er byggð á samkomulagi sem undirritað var í 

Reykjavík þann 10. febrúar 2015. Áætlunin er unnin af starfsmönnum og stjórn SSNV. Sóknaráætlunin 

byggir, eðli málsins samkvæmt, á tölulegum gögnum og stöðumati landshlutans og hefur sú greining 

verið unnin af Byggðastofnun. Að auki hefur verið stuðst við Menningarstefnu svæðisins, gögnum 

þjóðfundar á Norðurlandi vestra og eldri vaxtar og menningarsamningum.  

Við gerð áætlunarinnar var skipaður 32 manna samráðsvettvangur. Skipting milli svæða í 

samráðsvettvanginn var sem hér segir. 

 

Þann 10. júní 2015 í félagsheimilinu Miðgarði. Fundinn sóttu 60 einstaklingar frá starfssvæði SSNV með 



m.a. bakgrunn frá atvinnulífi, menningarstofnunum, sveitarstjórnum og rannsóknarsetrum. Á fundinum 

var farið í hópavinnu þar sem stefna landshlutans í Menningarmálum, Nýsköpun- og atvinnumálum, 

Uppbyggingu mannauðs og Lýðfræðilegri þróun svæðisins voru gerð skil. 

Þann 30 júní var fyrirliggjandi áætlun samþykkt af stjórn SSNV og verður henni fylgt eftir af samrásvettvangi, stjórn og 

starfsmönnum SSNV. 

 

Skipun fulltrúa í gerð sóknaráætlunar fyrir starfssvæði SSNV

Sveitarfélag

Íbúar

Hlutfall íbúa



Fast

Íbúatengt

Samtals

Sveitarfélagið Skagafjörður



3.910

55%


1

3

4



Akrahreppur

194


3%

1

0



1

Blönduósbær

861

12%


1

1

2



Sveitarfélagið Skagaströnd

488


7%

1

1



2

Skagabyggð

99

1%

1



0

1

Húnavatnshreppur



414

6%

1



1

2

Húnaþing vestra



1.171

16%


1

2

3



Samtals

7.137


100%

7

8



15

Alls


%

Skagafjarðarsýsla

4.104

58%


9

9

14



43,8%

Austur Húnavatnssýsla

1.862

26%


4

4

11



34,4%

Vestur Húnavatnssýsla

1.171

16%


4

4

7



21,9%

Samtals


7.137

100%


17

17

32



100,0%


 



2  LEIÐARLJÓS  

Árið  2025  verði  á  Norðurlandi  vestra  auðugt  mannlíf,  öflugt  menningarlíf  og  svæðið  þekkt  sem  góður 

búsetukostur fyrir fjölskyldufólk þar sem saman fer næg atvinna, blómlegt menningarstarf og fjölbreytt 

framboð  náms  og  starfa.  Þá  verði  Norðurland  vestra  þekkt  fyrir  menntastefnu  sem  leggur  áherslu  á 

nýsköpun frá leikskólaaldri auk þess sem boðið verði upp á nám sem byggir á nýtingu auðlinda svæðisins 

og þeim tækifærum sem til staðar eru. 

Litið verði á Norðurland vestra sem eina heild við skipulag og uppbyggingu atvinnu, menningar og 

menntunar. Áhersla verði lögð á samstarf og samvinnu, samnýtingu starfskrafta og eflingu trausts innan 

landshlutans. 

Þá verði ímynd svæðisins jákvæð og landshlutinn þekktur fyrir framúrskarandi stuðning við atvinnulíf, 

menningu og menntastofnanir. Auðlindir þess og tækifæri verði vel þekkt, bæði innan sveitar og utan. 

Allt þetta byggist á ríkum mannauði, góðri menntun, líflegu menningarstarfi, nálægð við ósnortna 

náttúru, gnægð af hreinu vatni, úrvals aðstæðum fyrir landbúnað, matvælavinnslu og ferðaþjónustu og 

góðri landfræðilegri stöðu í alfaraleið. 

 

3  FRAMTÍÐARSÝN 

Árið 2025 hafi íbúum á Norðurlandi vestra fjölgað og fjölbreytni í atvinnulífi aukist, þá einkum störf fyrir 

menntað  fólk  af  báðum  kynjum.  Hér  séu  góðar  samgöngur  og  almennt  sterkir  innviðir  sem  styrkja 

samfélagið og alla uppbyggingu þess. Ferðaþjónustan stendur styrkari stoðum og fjöldi þeirra sem nýta 

svæðið sem áfangastað fremur en áningarstað hefur vaxið. Orka sem framleidd er á svæðinu sé nýtt til 

atvinnuuppbyggingar í heimahéraði. 

Á Norðurlandi vestra sé menntunarstig sambærilegt landsmeðaltali, menningarstarfsemi standi í blóma 

og tækifærum á sviði lista og skapandi greina hafi fjölgað. 

 

 



 


 



4  STAÐA LANDSHLUTANS 2015 

Svæði sóknaráætlunar Norðurlands vestra nær yfir 13.091 km

2

, þar af eru 4.041 km



2

 eða 30,9% undir 200 

m.y.s. Svæðið er samfallandi með starfssvæði Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, en þar 

eru sjö aðildarsveitarfélög með alls 7.137 íbúum, sbr. tölur Hagstofunnar 1. janúar 2015. 



  

2015 

 

 

Sveitarfélagið Skagafjörður 

3.910 

Húnaþing vestra 

1.171 


Blönduósbær 

861 


Sveitarfélagið Skagaströnd 

488 


Skagabyggð 

99 


Húnavatnshreppur 

414 


Akrahreppur 

194 


Alls 

7.137 

Mannfjöldi 1. janúar 2015 

 

Íbúum á Norðurlandi vestra hefur frá árinu 1990 fækkað stöðugt eða um rúmlega 1600 manns. Í upphafi 



árs 2015 bjuggu í landshlutanum aðeins um 2% landsmanna en voru um aldamótin 1900 um 11% allra 

landsmanna. Fækkunin hefur átt sér stað á öllu svæðinu, fyrst í Húnavatnssýslum en nú síðustu ár líka í 

Skagafirði. Mest hefur fækkunin orðið í aldurshópnum 0-39 ára. 

Ítarlega samantekt, sem unnin var af Byggðastofnun um stöðu landshlutans 2014, má finna sem fylgiskjal 

með Sóknaráætlun þessari, Sjá Viðauka 2. 

 

 




 

 



Norðurlandi  vestra  má  skipta  í  tvennt  vegna  hefðar  og  landslags;  Húnavatnssýslur  og  Skagafjörð. 

Vegalengdir eru þó ekki langar miðað við aðra landshluta og engir háir fjallvegir á milli byggða. Þungamiðja 

svæðisins er við Skaga, með Blönduós, Skagaströnd og Sauðárkrók á sama svæði fyrir daglega vinnusókn 

og  til  austurs  frá  Sauðárkróki  er  dagleg  vinnusókn  milli  Sauðárkróks,  Hofsóss  og  Hóla  í  Hjaltadal. 

Norðurland  vestra  er  landbúnaðarsvæði  en  einnig  byggðist  upp  öflug  útgerð  á  Skagaströnd  og 

Sauðárkróki. Aðstæður fólks, sókn eftir þjónustu, vinnu og verslun, ráðast að nokkru af vegalengdum og 

ferðatíma. 

Hlutfall  kynjanna  er  nokkuð  jafnt  í  landshlutanum,  þótt  karlar  teljist  aðeins  fleiri  en  konur  á  flestum 

svæðum  að  Húnaþingi  vestra  undanskildu.  Aldursamsetning  svæðisins  er  áhyggjuefni  þar  sem  fækkað 

hefur ört í aldurshópnum undir fimmtugu og fjölgað í hópnum þar yfir. Búferlaflutningar eru algengir og 

fjöldi  brottfluttra  umfram  aðflutta  um  1800  manns  á  árunum  1994-2014.  Menntunarstig  svæðisins  er 

frekar lágt og er samanburður við landsmeðaltal yfirleitt neikvæður nema hvað iðnnám karla varðar en 

þar er hlutfallið hærra en landsmeðaltal. Mun færri karlmenn sækja sér háskólamenntun frá þessu svæði 

en landsmeðaltalið gefur upp auk þess sem konurnar ná  heldur ekki að fylgja meðaltalinu þótt ekki sé 

munurinn  eins  mikill  og  hjá  körlunum.  Í  landshlutanum  er  háskólastofnun,  Háskólinn  á  Hólum  og 

framhaldsskóli,  Fjölbrautaskóli  Norðurlands vestra. Einnig  er  starfandi  á  svæðinu  símenntunarmiðstöð, 

Farskólinn miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra, tónlistarskólar, auk fjölmargra grunn- og leikskóla. 

Útsvarsstofn  svæðisins er  lægri  en  landsmeðaltal og hefur  verið  það  um tíma,  sbr.  tölur  Hagstofunnar 

2007-2014. Atvinnuleysi er lítið á svæðinu en sú staðreynd getur að einhverju leyti endurspeglast af þeim 

brottflutningi sem áður var nefndur.  

Atvinnulíf  á  Norðurlandi  vestra  einkennist  að  miklu  leyti  á  framleiðslu  hráefna  og  frumvinnslu  þeirra. 

Hlutfallsskipting atvinnuvega sýnir glögglega mikilvægi landbúnaðar og sjávarútvegs fyrir landshlutann. 

Samkvæmt  gögnum Hagstofunnar frá árinu 2011 er hlutur þessara atvinnugreina  á Norðurlandi vestra 

mun hærri en landsmeðaltal. Opinber þjónusta og byggingariðnaður voru einnig hærri en almennt gerist 

á landinu skv. þeim tölum. Þó ber að geta þess að einhverjar breytingar hafa orðið síðan síðustu tölur voru 

teknar saman. Hagvöxtur svæðisins hefur heldur ekki fylgt landsmeðaltali. 

Öflugt  og  kraftmikið  menningarstarf  á  sér  stað  á  Norðurlandi  vestra,  hefur  menningarsamningur 

landshlutans  við  ríkið,  frá  árinu  2007,  haft  þar  mikið  að  segja  og  fjölmörg  verkefni  hlotið  styrki  fyrir 

tilstuðlan hans. Sveitarfélögin sjö hafa einnig sameinast um menningarstefnu fyrir landshlutann. Stefna 

þessi fylgir með sem viðauki með þessari áætlun. 

 

 



 



5  NÝSKÖPUN OG ATVINNUÞRÓUN 



5.1  Stefna og megináherslur 

Norðurland vestra verði vel í stakk  búið til að taka á móti fyrirtækjum, stórum jafnt  sem smáum, sem 

hingað vilja koma með sína starfsemi. Áfram verður leitast við að laða að/og skapa á svæðinu starfsemi 

sem  krefst  háskóla-  og/eða  tæknimenntaðra  starfsmanna  í  því  skyni  að  búa  í  haginn  fyrir  komandi 

kynslóðir.  Nauðsynlegt  er  að  skapa  hér  eftirsóknarverð  og  vel  launuð  störf  fyrir  menntað  vinnuafl  af 

báðum kynjum. Sérstaklega verði horft til þeirra möguleika sem svæðið býður uppá frá náttúrunnar hendi, 

nýtingu  orku,  ferðaþjónustu,  landrýmis og  þekkingar á  sviði  landbúnaðar  og  sjávarútvegs. Þá  er  einnig 

mikilvægt að vinna að virðisaukningu þeirrar hrávöru sem hér er framleidd.  Stuðningur við uppbyggingu 

ferðaþjónustu  á  svæðinu  er  mikilvægur  svo  Norðurland  vestra  geti  talist  ákjósanlegur  áfangastaður 

ferðamanna allt árið um kring en það er forsenda þess að hér skapist störf í greininni utan háannar.   

Gæta þarf vel að samkeppnishæfni landshlutans og treysta þarf þá innviði sem eru forsenda uppbyggingar 

á svæðinu, þ.m.t. uppbyggingu vega- og flutningskerfis, almenningssamgangna, fjarskiptakerfis, hita- og 

raforkukerfis og fleiri þátta sem stuðlað geta að samkeppnishæfni landshlutans í atvinnumálum. 

Norðurland  vestra  þarf  á  öflugu  kynningarstarfi  og  samhæfðu  markaðsátaki  að  halda.  Samræma  þarf 

aðgerðir í markaðssetningu og ímyndarsköpun. Svæðið þarf að kynna sem eftirsóknarverðan búsetukost 

og gott rekstrarumhverfi fyrirtækja, bæði fyrir þá sem laða á hingað, sem og þá sem hér eru fyrir, en íbúar 

svæðisins eru mikilvægir talsmenn þess.  

5.2  Markmið og aðgerðir 

 



Kynna þarf betur ívilnanir til fyrirtækja sem í boði eru af hálfu sveitarfélaganna, t.a.m. í formi 

afsláttar af lóðarleigu, gatnagerðargjöldum, fasteignagjöldum og öðru því sem sveitarfélögin 

stýra og stutt getur við uppbyggingu landshlutans. 

 



Ráðast þarf í markvissa kynningu og mótun ímyndar fyrir Norðurland vestra sem búsetukosts. 

Stuðla þarf að uppbyggingu ímyndar hjá íbúum svæðisins, svo rödd þeirra út á við sé jákvæð og 

lituð af þeim fjölmörgu kostum sem svæðið hefur uppá að bjóða.  

 



Ráðast þarf í markvissa kynningu landshlutans sem ákjósanlegs svæðis til atvinnuuppbyggingar 

sem og áhugaverðs áfangastaðar fyrir ferðamenn. 

 

Styðja þarf við og styrkja þá starfsemi og styrkleika sem fyrir eru á svæðinu, t.d. með nýsköpun 



og fullvinnslu í landbúnaði og sjávarútvegi og hvetja jafnframt til nýsköpunar í ferðaþjónustu og 

öðrum greinum atvinnulífsins.  

 

Stuðla þarf að því að fjölga hlutfallslega störfum sem snúa að rannsóknum, þróun, tækni og 



skapandi greinum. 

 



Þrýsta þarf á stjórnvöld að vinna betur að uppbyggingu þeirra innviða landshlutans sem eru á 

ábyrgð ríkisins, s.s. bættra samgangna og opnun fluggáttar á Norðurlandi, ásamt því að styrkja 

búsetu á landsbyggðinni, t.d. með skattaívilnunum eða öðrum sértækum aðgerðum sem ríkið 

getur beitt sér fyrir.   




 



6  LÝÐFRÆÐILEG ÞRÓUN 



6.1  Stefna og megináherslur 

Mikilvægt er að stemma stigu við þeirri neikvæðu íbúaþróun sem átt hefur sér stað á Norðurlandi vestra. 

Unnið verði að því að fólk flytjist í minna mæli burt en hefur verið, brottfluttir snúi til baka og aldursskipting 

íbúanna hætti að þokast í átt til sífellt hærri meðalaldurs. Þá skal stefnt að því að Norðurland vestra verði 

ákjósanlegur staður fyrir fjölskyldufólk með tilliti til þjónustu við barnafólk og jafnframt eftirsóknarverður 

staður fyrir fólk sem vill byggja upp atvinnustarfsemi á svæðinu. 



6.2  Markmið og aðgerðir 

 



Kynna  börnum  og  ungmennum  á  svæðinu  þau  tækifæri  sem  svæðið  hefur  uppá  að  bjóða, 

styrkleika þess, auðlindir og stoðkerfi. 

 

Vinna að því að ungt fólk beri jákvæðar taugar til svæðisins og hafi hug á því að festa hér rætur 



með sínar fjölskyldur. 

 



Stuðla að því að fegrun umhverfisins og gera svæðið aðlaðandi fyrir íbúa og gesti. 

 



Skapa þarf jákvæða ímynd svæðisins sem ákjósanlegan búsetukost og áhugaverðs áfangastaðar. 

 



Styðja þarf við þátttöku almennings í samfélagsstarfi og auka samkennd og samfélagslega ábyrgð. 

 

 



 

 



 



7  MANNAUÐUR 



7.1  Stefna og megináherslur 

Stefnt er að því að hækka menntunarstig á Norðurlandi vestra og að atvinnuframboð fyrir menntað fólk 

aukist til muna. Boðið verði upp á nám sem nýtir auðlindir og tækifæri landshlutans. Norðurland vestra 

verði eftirsóknarvert fyrir menntað fólk til búsetu og atvinnu og þekkt fyrir menntastefnu sem leggur 

áherslu á nýsköpun allt frá leikskólaaldri.  

7.2  Markmið og aðgerðir 

 



Endurskoða þarf menntastefnu og horfa á hana heildstætt frá leikskóla og upp úr. 

 



Stuðla þarf að fjölbreytilegra námsframboði í fjarnámi á framhalds- og háskólastigi og skoða í því 

sambandi möguleika á frekara samstarfi landshlutans við háskólastofnanir. 

 

Auka þarf atvinnuframboð á svæðinu fyrir menntað fólk. 



 

Leggja ber áherslu á að fyrirbyggja brottfall úr framhaldsskólum. 



 

Tryggja þarf nægt fjármagn til reksturs menntastofnana, svo þær geti sinnt hlutverki sínu enn 



betur. 

 



Skoða þarf leiðir til að nýta náttúru, sögu og umhverfi við nám og kennslu og kynna betur 

hvernig nýta má þessar auðlindir til atvinnusköpunar á svæðinu. 

 

Efla þarf frumkvæði og ýta undir nýsköpun frá leikskólaaldri. 



 

Efla ber vitund samfélagsins um mikilvægi menntunar. 



 

Leggja þarf áherslu á fjölgun starfa tengdum rannsóknum, tækni og vísindum. 



 

 

 



 

 

 



 

 

 



 

 

 



 

 



 



8  MENNINGARMÁL 



8.1  Stefna og megináherslur 

Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra stefna að því að efla menningarstarf á svæðinu og leggja með því 

áherslu á að öflugt menningarlíf sé mikilvægur þáttur í því að skapa góð atvinnu- og búsetuskilyrði. 

Áhersla er lögð á eflingu rannsókna tengdum menningararfi og menningarminjum og þær gerðar 

sýnilegri. Stefnt er að því að menningarleg, söguleg og náttúruleg sérstaða fái að njóta sín. Styðja skal við 

menningarhátíðir og tryggja gott aðgengi að faglegri aðstoð við framkvæmd menningarviðburða og 

verkefna á sviði menningar og lista. Stefnt er að því að auðvelda almenningi aðgang að margvíslegum 

listviðburðum og góð aðstaða sé til listsköpunar, sýninga og annarrar menningarstarfsemi. 

Litið er á Norðurlandi vestra sem eina heild við skipulag og uppbyggingu menningarstarfs. Áhersla er 

lögð á samstarf og samvinnu, samnýtingu starfskrafta og eflingu trausts og tengsla milli þeirra aðila er 

standa að menningarmálum.  

Líta skal til sameiginlegrar stefnu sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra í menningarmálum, sjá Viðauka 

1. 

8.2  Markmið og aðgerðir 

 



Efla þarf listmenntun, m.a. með stuðningi við listnámsbraut FNV. 

 



Auka þarf aðgengi listamanna að menningarhúsnæði og nýtingu þeirra, t.d. sem 

æfingarhúsnæði. 

 

Efla þarf barna- og unglingastarf í menningu og listum, t.d. með stuðningi við grunn- og 



framhaldsskóla. 

 



Efla ber menningartengda ferðaþjónustu og tengsl menningarstarfs við markaðssetningu 

ferðaþjónustu á svæðinu. 

 

Efla upplýsingaflæði um allt Norðurland vestra um þá viðburði sem eru í gangi. 



 

Styðja þarf vel við frumkvöðlastarf og nýsköpun í menningarmálum. 



 

Efla þarf tengsl við ungt fólk af svæðinu sem hefur menntað sig í menningu og listum og hvetja 



það til að taka þátt í menningarstarfi í landshlutanum. 

 



Vinna að því að fjölga starfandi listamönnum á svæðinu, auka stuðning við liststarfsemi og 

listsköpun og kynningu á þeim listamönnum sem starfa á svæðinu og verkum þeirra. 

 

Stuðla þarf að auknu alþjóðlegu og innlendu samstarfi. 



 

Styðja þarf við samstarf menningarstofnana, áhugafólks, fyrirtækja, félagasamtaka og 



sveitarfélaga á sviði menningar og lista. 

 



Unnið verði að kortlagningu skapandi greina og menningarlífs og þannig lagt mat á núverandi 

stöðu og umfang skapandi greina á Norðurlandi vestra og samfélagslegu og efnahagslegu vægi 

þeirra.  

 



Kanna þarf forsendur og vilja þess að halda Listahátíð Norðurlands vestra 


 

10 


 

9  SAMANTEKT 

Eins og áður hefur komið fram, byggir sóknaráætlun Norðurlands vestra á upplýsingum frá 

samráðsvettvangi sem haldinn var þan 10. júní sl., auk fyrirliggjandi gagna um starfssvæði SSNV og 

þróunar þess.  

Það er okkar von að þau forgangsverkefni sem ráðist verður í verði til þess falinn að auka sýnileika 

svæðisins og efla búsetuskilyrði á svæðinu. 

 

10  VIÐAUKAR 

10.1  Stefna sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um sameiginlegt starf að 

menningarmálum 

http://ssnv.is/Portals/62/Skjol/Menningarstefna%20sveitarf%C3%A9laga%202011.pdf

  

10.2  Norðurland vestra 



 Stöðugreining 2014 (Byggðastofnun) 

http://www.byggdastofnun.is/static/files/Skyrslur/Soknaraaetlun/nordurland-vestra.-stodugreining-2014.pdf



  

Yüklə 84,29 Kb.

Dostları ilə paylaş:




Verilənlər bazası müəlliflik hüququ ilə müdafiə olunur ©genderi.org 2024
rəhbərliyinə müraciət

    Ana səhifə