Efnisyfirlit



Yüklə 37,76 Kb.
tarix05.02.2018
ölçüsü37,76 Kb.
#24667


Hveravellir

myndaniðurstaða fyrir hveravellir

Iðunn Ósk Jónsdóttir Gyða Björk Björnsdóttir

8. bekkur Flúðaskóli

Efnisyfirlit


Inngangur: 3

Hveravellir 4

Háhitasvæði: 4

Elsta lýsingin: 4

Daniel Bruun 5

Hverirnir 5

Bláihver 5

Grænihver 6

Öskurhólshver 6

Fagrihver 6

Bræðrahver 6

Dýralíf 6

Gróður 7

Fuglalíf 7

Fjalla-Eyvindur og Halla 7

Lokaorð 7

Heimildir 8

Mynda heimildir 9






Inngangur:


Hveravellir er hverasvæði sem er nánast á miðju Íslandi. Ég ætla að segja frá helstu einkennum Hveravalla. Sögu staðarins og öðru áhugaverðu. Ég hef aldrei komið til Hveravalla og er þetta því tækifæri fyrir mig til að kynnast svæðinu. Ég hef heyrt að hverirnir séu mjög fallegir og fjölbreyttir, og að svæðið í kring sé eins og vin í eyðimörkinni.




Hveravellir

Háhitasvæði:


Árið 1980 skilgreindi Guðmundur Pálmason háhitasvæði sem svæði þar sem hiti, ofan 1000 m dýpa, er yfir 200°C. Önnur svæði eru þá lághitasvæði. (Norðurorka, 2017) Háhitasvæðin liggja virku gosbeltum landsins. Flest virk háhitasvæði landsins liggja á flekaskilum. En þrjú háhitasvæði eru frekar langt frá slíkum skilum (Hveragerði, Geysissvæðið og Hveravellir). Háhitasvæði á flekaskilum eru ung og svæði utan skilanna eru því eldri. (Stefán Arnórsson, 2011)

Á yfirborði háhitasvæða er hægt að sjá hvernig bergið er umbreytt vegna stöðugar soðnunar og ummyndunar sem vex niður í berggrunninn. Gufan leitar til yfirborðs þar sem hún kemst í snertingu við ungt berg og úrkomu. Gastegundir eins og koltvísýringur og brennisteinsvetni er í gufunni. Þegar brennisteinsvetni kemst í snertingu við andrúmsloft og yfirborðs vatn verður til brennisteinn.

Jarðhitasvæði eru afar viðkvæm, mörg háhitasvæði þola það ekki þegar gengið er þar sem jarðhiti er virkur og það er því nauðsynlegt að merkja á látlausan hátt hvar óhætt er að ganga. ( Guðmundur Páll Ólafsson, 2000)

Elsta lýsingin:


Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson fóru í rannsóknarferð til Hveravalla 18. september 1752, og lýsing þeirra er elsta lýsing á staðnum, sem þekkt er. Eggert segir Hveravelli vera þekkta um allt land, en þó komi þangað engir aðrir en smalamenn og grasafólk, og það sjaldan, því að yfir hraun og mýrafláka sé að fara. Hann segir að þeir heyrðu líka drunur hafi, séð mikla reyki stíga hátt í loft upp. Þegar nær kom Hveravöllum heyrðu þeir drunur, sem líktust ljónsöskri, og skerandi blísturshljóð. Hestarnir voru órólegir og þer enduðu á skilja þá eftir spölkorn frá og gengu það sem eftir var leiðarinnar. Þeir tóku fyrst eftir hvítum krínglóttum hóli, þar sem gufan spýttist út um þrjú göt með feiknakrafti. Þaðan komu drunurnar og blísturshljóðið. Í börmum blönduðust ýmsir litir. Eggerti fannst Hveravellir vera ein hin einkennilegasta og furðulegasta listasmíð Íslenskar náttúru. Þennan hól nefndi Eggert Öskurhól, og það hefur hann heitið síðan.

Eggert og Bjarni geta þess, að þeir hafi fundið rústir af stóru húsi á Hveravöllum. Þar heur staðið fornt sæluhús.Núna eru þessar menjar horfnar, því árið 1922 var byggt sæluhús úr torfi og grjóti á sama stað og rústirnar voru. (Hjálmar R. Bárðarson,, 1989, bls. 61-63)


Daniel Bruun


Daniel Bruun var danskur fornleifafræðingur og rithöfubdur sem hefur fjalllað um Hveravelli í bókum sínum.

Þegar Daniel Bruun er á Hveravöllum 1898 telur hann það vafalaust að verulega hafi dregið úr virkni hverana frá því Eggert Ólafsson lýsti þeim (1752). Daniel miðaði við hávaðan í Öskurhóli sem hefur verið alveg þögull síðan eitthvað fyrir 1998. Það er greinilegt að hverasvæðið hefur verið mun stærra en það er nú.

Þótt hverirnir séu margir þá er vatnsrennsli frá þeim ekki mikið, aðeins lítill lækur, sem nefndur er Hveravallalækur. Hann rennur stutta leið meðfram hraunröndinni, en hverfur síðan inn undir Kjalhraunið. ( Hjálmar R. Bárðarson, 1989)

Það er engin leið til að ákveða nákvæma tölu virkra hvera á Hveravöllum. ( Hjálmar R. Bárðarson, 1989)

Helstu hverirnir, eins og t.d. Öskuhólshver, Fagrihver og Grænihver, hafa lítið breyst og hafa þeir fengið nöfn. Sumir hinna hveranna eru alltaf að breytast, ýmist að lokast og kula, eða hveraop að myndast á nýjum stöðum. Þessir síðarnefndu hverir eru flestir nafnlausir.

Hverirnir

Bláihver


Er stærsti hver á Hveravöllum.http://stor.artstor.org/stor/314bd6a2-eaaf-4715-b32a-58338f0d11a8_size4

Barmar skálarinnar eru eins og úr kísilköri. Þvermál skálarinnar er 7 metrar.




Mynd
Vatnið er kyrrt og fagurblátt. Bláihver gýs ekki, en við og við koma suðubunur upp. Þá lyftist vatnið örlítið og flæðir jafnt upp fyrir barmana, en innan skamms er flöturinnorðinn spegilséttur aftur.

Hiti vatnsins við yfirborðið er u.þ.b 88° C. (Hjálmar R. Bárðarson,, 1989)



Sjá má mynd af Bláahver hér ofar til hægri.

Grænihver



Mynd
Þegar horft er niður í skálina virðist Grænihver vera ljósgrænn. Stundum lækkar vatsborðið mikið í Grænahver án þess að þess að vatnsborð Bláahvers breytist rétt hjá. Þá sýður vatnið mikið meira en venjulega, græni liturinn hverfur og rauðbrún rönd kemur í ljós neðarlega í skálinni. ( Hjálmar R. Bárðarson, 1989) Til hægri má sjá mynd af Grænahver. grænihver hot spring geyser hveravellir iceland

Öskurhólshver



Mynd 3
Öskurhóll er löngu hættur að öskra og blístra eins og hann gerði árið 1753. Ennþá spýtist sjóðandi vatn og gufa út um tvö op í Öskurhóli, sem eru mun víðari en opin þrjú voru árið 1753. Hitinn við gufuopin er um 97°C, en hverirnir eru í um 630 m hæð. Meðal loft þyngd í þeirri hæð er um 700 mm og þá er suðumark vatnsins nálægt 98°C. (Hjálmar R. Bárðarson,, 1989) Til hægri má sjá mynd af Öskurhólshver. myndaniðurstaða fyrir hveravellir

Fagrihver



Mynd 4
Margir segja að Fagrihver sé fallegasti hverin á Hveravöllum. Vatnið í honum er svo tært að það er hægt að sjá djúpt ofan í hann eftir pípunni, sem sem liggur niður úr skálinni. Fagrihver gýs ekki og er ekki hávaðasamur. ( Hjálmar R. Bárðarson, 1989) Til hægri má sjá mynd af Fagrahver. myndaniðurstaða fyrir hveravellir

Bræðrahvermyndaniðurstaða fyrir hveravellir



Mynd 5
Einu sinni voru tveir hverir staðsettir þar sem Bræðrahver er nú og hétu Bræðrahverir. En aðeins annar þessara hvera er nú virkur, og gýs stöðugt. Hiti í honum er 86°C. (Hjálmar R. Bárðarson,, 1989) Til hægri má sjá mynd af Bæðraher.




Dýralíf


Það er ekki mikil fjölbreytni í dýralífinu á Hveravöllum. Sauðkindin er þar á sumrin og refurinn allt árið. Rjúpan sést á haustin og gæs hefur fjölgað síðustu árin. Mófuglalíf er svipað og annarstaðar á hálendinu. (Umhverfsstofnun, 2017)Aðeins eitt smádýr hér á landi er bundið jarðhitasvæðum. Það smádýr er Scatella tenuicosta forma thermarum sem er afbrigði laugaflugu. Þetta smádýr er áberandi við hveri og laugar. (Snorri Baldursson, 2014)

Gróður


Á Hveravöllum hafa verið taldar 168 háplöntutegundir, 152 mosategundir, 54 fléttutegundir og 6 tegundir jarðhitamosa. (Ásrún Elmarsdóttir, 2009) Vaxtartími er stuttur og snjódældartegundir eins og fjallasmári og grámulla eru algengar. Mikil klófífa og mýrarsuðlaukur er á votlendissvæðinu. Mesti gróðurinn er norðar og vestar, þar eru gróskumikil fjallagrös. (Umhverfsstofnun, 2017)

Fuglalíf


Fuglalífið er mjög fjölbreitt. Að minsta kosti 19 tegundir eru taldar varpfuglar meðal annars er þó nokkuð heiðagæsavarp með kvíslum og votlendistegundir eins og óðinshani, hávella og álft. Þar verpa líka fuglar sem eru sjaldséðir á hálendinu, eins og hrossagaukur og steindepill. (Ásrún Elmarsdóttir, 2009)

Fjalla-Eyvindur og Halla


Sagt er að Eyvindur og Halla hafi snemma í útlegð sinni dvalist á Hveravöllum. Á svæðinu sjást líka ummerki um dvöl þeirra m.a. hreysi og hver, sem Eyvindur er talin hafa hlaðið upp.

Elsta lýsingin sem til er á þessu byrgi Fjalla-Eyvindar er eftir bretann Henderson, sem var á Hveravöllum 1815. „ Við norðanvert hverasvæðið má enn sjá rústir kofa, sem útilegumenn höfðust við í fyrir ekki meir en þrjátíu árum. Er þar frá náttúrunnar hendi sprunga í hraunbólu, og hefur henni verið svo haganlega lokað með hraungrjóti, að enginn gæti annað séð en að þetta væri hversdagslegur hraunhellir. Staðurinn er mjög vel valinn til þess að geta soðið matvæli, því ekki eru nema fá skref út að sjóðandikatli.“ ( Hjálmar R. Bárðarson, 1989)






Lokaorð


Mér þykir áhugavert að það er heilmikill gróður svona hátt upp til fjalla og að fuglalíf er nokkuð fjölbreytt á Hveravöllum. Ég hafði sérstakan áhuga á hverunum sjálfum. Þeir eru mis fallegir en allir sérstakir á sinn eginn hátt. . Ég fékk tækifæri á því að kynnast þessum fallega stað, sem ég vona að ég geti skoðað í framtíðinni.













Heimildir


Guðmundur Páll Ólafsson. (2000). Hálendið. Reykjavík: Mál og menning.

Hjálmar R. Bárðarson. (1989). Hvítá frá upptökum til ósa. Reykjavík: Hjálmar R. Bárðarson.

Ásrún Elmarsdóttir, E. Ó. (2009). Gróður, fuglar og smádýr á 18 háhitasvæðum. Reykjavík: Orkustofnun.

Hjálmar R. Bárðarson,. (1989). Hvíta frá upptökum til ósa. Í H. R. Bárðarson, Hvítá frá upptökum til ósa (bls. 61-64). Reykjavík: Hjálmar R. Bárðarson.

Norðurorka. (05. 04 2017). Jarðhiti. Sótt 05. 04 2017 frá Norðurorka: https://www.no.is/is/frodleikur/audlindir/jardhiti

Snorri Baldursson. (2014). Lífríki Íslands Vistkerfi lands og sjávar. Reykjavík: Opna og Forlagið.

Stefán Arnórsson. (2011). Jarðhiti á Íslandi. Reykjavík: Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.

Umhverfsstofnun. (8. 3 2017). Umhverfisstofnun. Sótt 8. 3 2017 frá Umhverfisstofnun: http://www.ust.is/einstaklingar/nattura/fridlyst-svaedi/nordurland-vestra/hveravellir-a-kili/


Mynda heimildir


Forsíðumynd. Sótt á netið 5. apríl 2017 https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/5/54/Hveravellir.png

1.mynd. Sótt á netið 5. apríl 2017 http://stor.artstor.org/stor/314bd6a2-eaaf-4715-b32a-58338f0d11a8_size4

2.mynd. Sótt á netið 5. apríl 2017 http://www.volcanicsprings.com/index.php?section=Iceland&icelandsection=hveravellir&icelandsubsection=centralgroup

3.mynd. Sótt á netið 5. apríl 2017 https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/5/53/Hveravellir_2012-08-27_%287%29.JPG

4.mynd. Sótt á netið 5. apríl 2017 https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/5/5c/Hveravellir_2012-08-27_%285%29.JPG

5.mynd. Sótt á netið 5. apríl 2017 https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/f/fd/Fumarole_in_Hveravellir.JPG/1280px-Fumarole_in_Hveravellir.JPG




Yüklə 37,76 Kb.

Dostları ilə paylaş:




Verilənlər bazası müəlliflik hüququ ilə müdafiə olunur ©genderi.org 2024
rəhbərliyinə müraciət

    Ana səhifə