Héraðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis vestra



Yüklə 21,19 Kb.
tarix05.02.2018
ölçüsü21,19 Kb.
#24673


Héraðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis vestra

haldinn í Grensáskirkju 19. maí 2009 kl. 18

1.

Sr. Ólafur Jóhannsson stýrði helgistund í kirkjunni með sálmasöng, hugvekju og bæn.



Í uppörvunarorðum hans kom fram að þrennt er til vitnis um það traust sem borið er til kirkjunnar: 1) Að svo fáir þingmenn þáðu “valkost” Siðmenntar við messu Dómkirkjunnar við setningu Alþingis 2) Að prestar eru kallaðir í heimahús til að skíra börn og blessun þeirra þegin 3) Hlutverk presta í sorgarhúsum, ekki síst vegna skyndilegra dauðsfalla.
2.

Prófastur, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, setti fundinn og lagði til að Karl F. Garðarsson, Grensássókn, yrði fundarstjóri fundarins og var það samþykkt með lófataki. Svo einnig skipan fundarritara, sr. Maríu Ágústsdóttur, héraðsprests.


3.

Fundarstjóri gaf prófasti orðið til að flytja skýrslu. Sjá gögn fundarins og www.kirkjan.is/vestra (undir flipanum Héraðsfundur 2009).


Sr. Jón Dalbú hóf sína tölu á því að minnast tveggja félaga okkar sem létust á starfsárinu með þakklæti fyrir öll þeirra störf í þágu prófastsdæmisins og kirkjunnar, þeirra Sigurðar Gústafssonar og Hönnu Johannessen.
Þá dró prófastur fram ýmsa þætti úr starfi prófastsdæmisins starfsárið 2008-2009, m.a. velheppnað og fjölsótt messuþjónakvöld sem haldið var í Neskirkju 15. maí sl. Hann ræddi einnig Rauðakrosshúsið og aðkomu prófastsdæmisins að því (sjá www.raudakrosshusid.is) og minntist á viðurkenningu sem prófastsdæmið hlaut í desember sl. vegna undirbúnings og framkvæmdar styrks frá Evrópusambandinu til stuttrar námsdvalar presta og djákna á árunum 2005-2008.
Sr. Jón þakkaði samstarfsaðilum, starfsfólki og öllum viðstöddum fyrir gott og dýrmætt samstarf, en marga fundi hefur hann haldið með hinum ýmsu hópum í safnaðar- og sérþjónustustörfum í vetur.
4.

Þá tók Jóhannes Pálmason, gjaldkeri héraðsnefndar, til máls um tillögu héraðsnefndar um 1% endurgreiðslu héraðssjóðs til safnaðanna. Of flókið er að breyta 5% gjaldinu í 4% en greiður vegur að endurgreiða hluta þess sem þegar hefur verið greitt fyrir árið 2008. Endurgreiðslan er sérstaklega hugsuð til að efla barna- og unglingastarf í söfnuðunum, ekki síst í sumar, en biskup hefur hvatt til þess að starfi verði haldið úti eins og unnt er. Tillagan, ásamt greinargerð er svohljóðandi:

Héraðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis vestra haldinn í Grensáskirkju 19. maí 2009 samþykkir að verja sem nemur 20% af framlagi safnaðanna til héraðssjóðs á árinu 2008 eða sem nemur kr. 4.249.745, til að styrkja innra starf safnaðanna.

Greinargerð:

Í ljósi þeirra erfiðleika sem ganga yfir íslenskt samfélag og vegna lækkunar tekna safnaðanna, þykir héraðsnefnd rétt að leggja til við héraðsfund að endurgreiða söfnuðunum sem nemur 20% af framlagi þeirra í héraðssjóð 2008 (framlagið verði 4% af sóknargjöldum í stað 5%), sérstaklega til að efla barna og unglingastarf í söfnuðunum.

Héraðsnefnd horfir líka til þess að felld var niður kynnisferð safnaðanna í prófastsdæminu til Norðurlanda, sem fyrirhuguð var á þessu ári og eykur þetta svigrúm fyrir héraðssjóð í þessu efni.

Ákvörðun þessi gildir fyrir árið 2009.

Skv. tillögunni skiptast framlögin milli safnaðanna sem hér segir:

Áskirkja kr. 277.715

Bústaðakirkja kr. 464.078

Dómkirkjan kr. 464.288

Grensáskirkja kr. 427.873

Hallgrímskirkja kr. 415.944

Háteigskirkja kr. 554.906

Langholtskirkja kr. 339.348

Laugarneskirkja kr. 344.998

Neskirkja kr. 655.988

Seltjarnarneskirkja kr. 304.607

Samt. kr. 4.249.745”

Fundarstjóri gaf orðið laust. Sr. Jón Helgi Þórarinsson kvað sér hljóðs og fagnaði hugmyndinni. Hann spurði hvort ástæða væri til að hver söfnuður skyldi skila inn greinargerð til prófasts um hvernig fjármununum hefði verið varið.


Prófastur greindi frá því að ætlast er til að hver söfnuður sendi bréf til að sækja um þessa endurgreiðslu þar sem fram komi í hvað fjármunirnir eigi að renna.

Tillagan samþykkt samhljóða.


5.

Jóhannes Pálmason lagði fram reikninga héraðssjóðs fyrir árið 2008 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2010. Sjá útsend gögn. Ársreikningar safnaðanna og Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma voru einnig lagðir fram á fundinum.


Fundarstjóri þakkaði góða skýrslu. Reikningar og fjárhagsáætlun samþykkt.
Nú var gert matarhlé.
6.

Kosningar



  1. Prestur og varamaður hans í héraðsnefnd til tveggja ára.

Stungið var upp á sr. Ólafi Jóhannssyni sem aðalmanni og sr. Pálma Matthíassyni sem varamanni.

Sr. Örn Bárður Jónsson kvaddi sér hljóðs og velti því fyrir sér hvort einhverjar reglur ættu að gilda um setu í héraðsnefnd, reglur sem gerðu ráð fyrir meiri hreyfanleika, t.d. að ekki mætti sitja lengur í héraðsnefnd, en einhvern ákveðinn árafjölda.

Ekki komu fram aðrar tillögur og voru ofangreindir því samþykktir.



  1. Varamaður leikmanns í héraðsnefnd til eins árs.

Stungið upp á Önnu Þóru Paulsdóttur, sóknarnefndarformanni í Langholtskirkju. Samþykkt.


  1. Tveir skoðunarmenn reikninga til tveggja ára og tveir til vara.

Stungið var upp á Marinó Þorsteinssyni og Guðný Hallgrímsdóttur ásamt þeim Agli Hreiðari Gíslasyni og Guðmundi Einarssyni til vara. Samþykkt.
7.

Marinó Þorsteinsson greindi frá Leikmannastefnu 2009 (sjá gögn á www.kirkjan.is/vestra, undir Héraðsfundur 2009). Aðal fundarefni hennar var þjónusta Þjóðkirkjunnar og miðlun fagnaðarerindisins á tölvuöld.


8.

a.

Dúfa Einarsdóttir greindi frá störfum Hjálparstarfs kirkjunnar. Hún brýndi viðstadda til þess að taka ábyrgð á þessu starfi í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu. Gríðarleg þörf er hér heima fyrir innanlandsaðstoð og ekki er hægt að hætta við þau verkefni sem Hjálparstarfið hefur þegar skuldbundið sig til erlendis. Dúfa benti á bók sem er til sölu á kr. 1.000.- Velgengni og vellíðan heitir hún. Öll sölulaun renna beint í matarkaup hér heima.


b.

Gunnbjörg Óladóttir, guðfræðingur, kynnti verkefni sem hún hefur unnið að í vetur er varðar grunnfræðslu sjálfboðaliða og starfsfólks safnaðanna. Sjá glærur undir Héraðsfundur 2009 á www.kirkjan.is/vestra.


Prófastur þakkaði Gunnbjörgu hennar góðu vinnu og hvatti til þess að vel yrði tekið á móti þessu verkefni þegar það fer af stað í haust. Reykjavíkurprófastsdæmi vestra mun keyra það sem tilraunaverkefni í samstarfi við fræðslusvið Biskupsstofu.
9.

Önnur mál.



Sr. Ólafur Jóhannsson kynnti bænalista sem hann hefur tekið saman og bað fólk um að taka með sér heim í söfnuðina og nota daglega.
Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir kynnti morgunverðarfund Þjóðmálanefndar Þjóðkirkjunnar miðvikudaginn 27. maí kl. 8.30 í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar.
Sr. Árni Svanur Daníelsson ræddi miðlunina – að kallað yrði til samráðsfunda í haust um hvernig við kynnum starfið og hvernig gera mætti betur. Hann sagði Reykjavíkurprófastsdæmi til fyrirmyndar hvað varðar heimasíður. Einnig minnti sr. Árni Svanur á www.tru.is, sjónvarp kirkjunnar á vefnum og dagbók kirkjunnar. Hann lýsti sig reiðubúinn að koma í söfnuði og kynna þessi mál.
Að svo mæltu sleit fundarstjóri fundinum og gaf prófastinum orðið. Prófastur þakkaði þann mannauð sem prófastsdæmið býr yfir á öllum sviðum starfsins og móttökurnar í Grensáskirkju. Að lokum stóð fundarfólk á fætur og lauk fundinum með sálmasöng.
Fundi lokið kl. 20.25.
Grensáskirkju, 19. maí 2009
Karl F. Garðarsson, fundarstjóri María Ágústsdóttir, fundarritari



Yüklə 21,19 Kb.

Dostları ilə paylaş:




Verilənlər bazası müəlliflik hüququ ilə müdafiə olunur ©genderi.org 2024
rəhbərliyinə müraciət

    Ana səhifə