Skákfélag Akureyrar skýrsla formanns fyrir starfsárið 2016-2017



Yüklə 47,67 Kb.
tarix05.02.2018
ölçüsü47,67 Kb.
#24666

Skákfélag Akureyrar

skýrsla formanns fyrir starfsárið 2016-2017.
Aðalfundur félagsins árið 2016 var haldinn þann 24. september og var með hefðbundnu sniði. Í stjórn voru kjörin Áskell Örn Kárason (form.), Sigurður Arnarson, Smári Ólafsson, Haraldur Haraldson, Andri Freyr Björgvinsson og Dalrós Halldórsdóttir. Stjórnin skipti þannig með sér verkum að Sigurður er varaformaður, Smári gjaldkeri og Andri Freyr ritari. Að öðru leyti vísast til fyrirliggjandi fundargerðar.
Alls voru haldnir níu stjórnarfundir á árinu. Almennt starf félagsins og einstakir viðburðir voru til umfjöllunar á fundum, rekstarákvarðanir, bæði varðandi kostnað og tekjuöflun. Ekki var bryddað upp á neinum meiriháttar nýjungum á árinu, mest áhersla á hefðbundið starf. Nokkur umræða varð í stjórninni um væntanleg hátíðahöld vegna 100 afmælis félagsins þann 10. febrúar 2019 og verður þeim haldið áfram á nýju starfsári og stefnt að skipan afmælisnefndar.

Gamall og kær félagi, Sveinbjörn Óskar Sigurðsson, féll frá þann 3. apríl 2017. Minningarmót um hann var haldið í júníbyrjun.




Úrslit í skákmótum á starfsárinu.

Haustmóti SA lauk 12. október. Fyrst voru tefldar undanrásir með atskákfyrirkomulagi. Þeir sex keppendur sem náðu bestum árangri þar skipuðu A-flokk í úrslitum mótsins, hinir telfdu í B-flokki. Tefld var einföld umferð, fimm skákir.

A-flokkur:

Jón Kristinn Þorgeirsson 4 Meistari Skákfélags Akureyrar 2016

Sigurður Arnarson 3,5

Andri Freyr Björgvinsson 2,5

Elsa María Kristínardóttir 2

Sigurður Eiríksson 1,5

Hreinn Hrafnsson 1,5

B-flokkur:

Haki Jóhannesson 4,5

Karl Egill Steingrímsson 4,5

Arnar Smári Signýjarson 3

Fannar Breki Kárason 2

Gabríel Freyr Björnsson 1

Hilmir Vilhjálmsson 0
16. október, hausthraðskákmótið. 10 keppendur, tefldu einfalda umferð. Efstu menn:

Jón Kristinn Þorgeirsson 9 Hraðskákmeistari Skákfélags Akureyrar

Ólafur Kristjánsson 7

Áskell Örn Kárason 6

 

27. og 30.október, Atskákmót Akureyrar. Keppendur voru 10 og telfdu sjö umferðir skv. svissnesku kerfi: 



Jón Kristinn Þorgeirsson     6

Smári Ólafsson               5,5

Ólafur Kristjánsson           5

Andri Freyr Björgvinsson     4,5

Stefán Arnalds 4 

Hjörtur Steinbergsson       4

Ísak Orri Karlsson           3

Fannar Breki Kárason         2

Ágúst Ívar Árnason           1

Heiðar Ólafsson               1


6. nóvember, 15 mínútna mót. Tíu keppendur mættu til leiks og tefldu sjö umferðir eftir hinu gamalkunna Monrad-kerfi.

Haraldur Haraldsson 6

Áskell Örn Kárason     6

Sigurður Arnarson 5

Karl Steingrímsson       5

Hjörtur Steinbergsson 3

Sigurður Eiríksson   3

Sveinbjörn Sigurðsson             2,5

Eymundur Eymundsson 2

Ágúst Ívar Árnason     2

Gabríel Freyr Björnsson               0,5
27. nóvember var háð skylduleikjamót og tefldu menn kóngsbragð í ýmsum útgáfum þess, sjö umferðir.

Áskell Örn Kárason 6

Sigurður Eiríksson 6

Sveinbjörn Sigurðsson   5

Hjörtur Steinbergsson 3,5

Karl Steingrímsson 3,5

Sigurður Arnarson 3,5

Heiðar Ólafsson       1

Fannar Breki Kárason 0 

  

4. desember á degi geðsjúkra var haldið til geðveikt skákmót. 18 skákmenn mættu til leiks. Tímamörk: 5+3.



Aðgangseyrir rann óskertur til Grófarinnar og söfnuðust 22 þúsund krónur til góðs málefnis.
Í ávarpi sínu í mótslok sagði Eymundur Eymundsson m.a:

„Það gleymist stundum í forvörnum hvað Skákfélag Akureyrar hefur unnið frábært forvarnarstarf og menn unnið óeigingjarna vinnu með börnum og ungmennum gegnum tíðina. Eitt elsta eða elsta félag Akureyrar hefur verið og er mikils virði fyrir samfélagið sem hefur alið upp flott ungmenni. Fyrir það ber að þakka.“


Tefldar voru 9 umferðir eftir Monrad-kerfi.

Smári Ólafsson 7,5

Haraldur Haraldsson 7

Tómas Veigar Sigurðarson 6,5

Ólafur Kristjánsson 6

Fannar Breki Kárason 5

(og aðrir minna….)

3.desember lauk Haustmóti Skákfélagsins í yngri flokkum. Keppt var í einum lagi um fjóra titla.

Skákmeistari SA í yngri flokkum:

1. Fannar Breki Kárason; 2. Gabríel Freyr Björnsson; 3. Ágúst Ívar Árnason

Skákmeistari SA í flokki 14-15 ára

1. Tumi Snær Sigurðsson

Skákmeistari SA í flokki 11-13 ára

1. Fannar Breki Kárason


Skákmeistarar SA í barnaflokki 10 ára og yngri

1-3. Brynja Karítas Thoroddsen, Ingólfur Árni Benediktsson og Jóel Snær Davíðsson.


8. desember, 10 mínútna mót, keppendur sjö talsins.

Sigurður Arnarson   6 vinninga

Haraldur Haraldsson   4,5 

Elsa María Kristínardóttir 4

Karl Egill Steingrímsson     3

Sveinbjörn Sigurðsson   2,5

Heiðar Ólafsson 1                  

Hilmir Vilhjálmsson   0


11. desember, 15 mínútna mót. Keppendur níu talsins og tefldu allir við alla.

Þór Valtýsson               6,5

Haraldur Haraldsson         6,5

Andri Freyr Björgvinsson       5,5

Tómas Veigar Sigurðarson     4,5

Sigurður Arnarson           4,5

Sigurður Eiríksson             4

Hjörtur Steinbergsson         2,5

Sigurður Daníelsson           2

Sveinbjörn Sigurðsson         0


Í desember lauk Mótaröðinni og enn var það Jón Kristinn Þorgeirsson sem vann.
22. desember, Jólahraðskákmót. 16 keppendur og tefldu allir við alla.

Jón Kristinn Þorgeirsson   14

Elsa María Kristínardóttir 12

Sigurður Arnarson           11,5

Andri Freyr Björgvinsson 10,5

Tómas Veigar Sigurðarson 10,5

Ingimar Jónsson             10

Haraldur Haraldsson       9,5

Sigurður Eiríksson       9,5

Smári Ólafsson           8

Karl Egill Steingrímsson       8

Haki Jóhannesson           5

Heiðar Ólafsson             4,5

Ágúst Ívar Árnason         3

Alexander Arnar Þórisson   2

Hilmir Vilhjálmsson       1

Alexía Lív Hilmisdóttir                    0,5
29. desember, Hverfakeppnin.

Í atskák tefldu tvö tíu manna lið, og lögðu Þorparar Brekkusnigla að velli með 5,5 vinningum gegn 4,5.

Í hraðskák var tefld sk. „bændaglíma“, tíu manna sveita. Tefldu allir liðsmenn eina skák við hvern í hinu liðinu. Alls voru 100 skákir tefldar með þessum úrslitum:

Brekkusniglar 60

Þorparar 40

Bestum árangri Brekkusnigla náði Jón Kristinn Þorgeirson sem vann allar sínar skákir, en þeir Rúnar Sigurpálsson og Andri Freyr Björgvinsson fengu 9,5 vinning.

Af Þorpurum fékk Smári Ólafsson 7 vinninga, Sigurður Arnarson 6,5 og Ólafur Kristjánsson 5.
1.janúar 2017 fór Nýjársmótið fram að venju. Átta keppendur mættu til leiks og tefldu tvöfalda umferð, allir við alla, alls 14 skákir. 

Jón Kristinn Þorgeirsson 14

Andri Freyr Björgvinsson 10,5

3. Sigurður Arnarson         10

4. Sveinbjörn Sigurðsson    7

5. Sigurður Eiríksson       6

6. Karl Steingrímsson       5,5

7. Fannar Breki Kárason     2

8. Heiðar Ólafsson          1
26. janúar, Skákdagurinn.

Háð voru mót í fjórum af grunnskólum bæjarins í tilefni af þessum degi. Alls kepptu 67 krakkar á þessum mótum. Sigurvegararnir voru þessir:

Brekkuskóli: Gabríel Freyr Björnsson

Lundarskóli: Ívar Þorleifur Barkarson

Naustaskóli: Ingólfur Árni Benediktsson

Síðuskóli: Daði Örn Gunnarsson

Um kvöldið var svo efnt til móts í Skákheimilinu. Þar mættu sjö keppendur til leiks og tefldu tvöfalda umferð:

Tómas Veigar Sigurðarson 11

Haraldur Haraldsson       9

Sigurður Arnarson         8

Sigurður Eiríksson         6

Kristinn P. Magnússon     6

Ulker Gasanova             2

Heiðar Ólafsson           0

9. febrúar 10 mínútna mót. Átta keppendur, tefldu allir við alla.

Ólafur Kristjánsson       6

Sigurður Arnarson        6

Andri Freyr Björgvinsson   5

Haraldur Haraldsson       4

Smári Ólafsson           3

Karl Egill Steingrímsson   3

Hjörtur Steinbergsson     1

Heiðar Ólafsson               0    
Skákþing Akureyrar, hið 87. í röðinni, var háð í janúar og febrúar. Keppendur voru 13 og tefldu sjö umferðir eftir svissnesku kerfi. Keppni um titilinn stóð milli þriggja manna, sem ellir hlutu sex vinninga af sjö mögulegum:

1-3. Andri Freyr Björgvinsson, Jón Kristinn Þorgeirsson og Tómas Veigar Sigurðarson 6

4-5. Karl Egill Steingrímsson og Hreinn Hrafnsson 4

6-7. Alex Cambray Orrason og Haraldur Haraldsson 3,5

8-11. Gabríel Freyr Björnsson, Heiðar Ólafsson, Sveinbjörn Sigurðsson og Ulker Gasanova 3

12-13. Ágúst Ívar Árnason og Fannar Breki Kárason 2

Þeir þremenningar tefldu svo til úrslita um titilinn. Þar bar Jón Kristinn sigurorð af báðum andstæðingum sínum og hampaði því titlinum „Skákmeistari Akureyrar 2017“. Tómas Veigar var annar og Andri Freyr þriðji.
25. febrúar fór SPRETTSMÓTIÐ fram, sem var bæði Skákþing Akureyrar í yngri flokkum og skólaskákmót Akureyrar.

Skólaskákmeistari í eldri flokki, Akureyrarmeistari í flokki 13-15 ára:

Arnar Smári Signýjarson, Giljaskóla. Annar varð Davíð Þorsteinsson, Síðuskóla og þriðji Tumi Snær Sigurðssin, Brekkuskóla.

Skólaskákmeistari í yngri flokki, Akureyrarmeistari í flokki 11-12 ára

Fannar Breki Kárason, Glerárskóla. Í 2-3. sæti urðu Gabríel Freyr Björnsson, Brekkuskóla og Ágúst Ívar Árnason, Lundarskóla.

Akureyrarmeistari í barnaflokki:

Ingólfur Árni Benediktsson, Naustaskóla. Annar varð Jökull Máni Kárason, Glerárskóla og þriðji Vignir Otri Elvarsson, Lundarskóla.                          

Þar sem þeir Arnar Smári og Fannar Breki fengu jafnmarga vinninga á mótinu tefldu þeir til úrslita um „Skákmeistari Akureyrar í yngri flokkum 2017“ þann 28. febrúar og þar bar Fannar sigur úr býtum.

 

9. mars, 10 mínútna mót. Fimm keppendur mættu til leiks og tefldu tvöfalda umferð. Sigurvegari varð Tómas Veigar Sigurðarson með 7 vinninga af 8 mögulegum.


12. mars, Hraðskákmót Akureyrar. 10 keppendur, allir við alla.

Jón Kristinn Þorgeirsson 8 „Hraðskákmeistari Akureyrar 2018“

Andri Freyr Björgvinsson 7

Áskell Örn Kárason 6,5

Sigurður Arnarson 6,5

Ólafur Kristjánsson 4,5

Smári Ólafsson 3,5

Karl Egill Steingrímsson 3

Hjörtur Steinbergsson 1

Haki Jóhannesson 0,5

Mótið var reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga.


9. apríl, 15 mínútna mót. Átta keppendur, allir við alla.

Áskell Örn Kárason 7

Sigurður Eiríksson 6

Sigurður Arnarson 4

Hjörtur Steinbergsson 3

Karl Steingrímsson 2,5

Heiðar Ólafsson 2

Hreinn Hrafnsson 2

Ulker Gasanova 1,5


13-14. apríl, Bikarmótið. 17 keppendur, útsláttarkeppni. Keppendur falla út eftir þrjú töp.

Áskell Örn Kárason vann mótið eftir harða keppni við Jón Kristin Þorgeirsson. Þriðji varð Ólafur Kristjánsson. Alls voru tefldar 12 umferðir, 15 mínútna skákir.


17. apríl, annar í páskum. Páskahraðskákmótið, 26 keppendur (!) Tefldar 12 umferðir eftir svissnesku kerfi. Efstu menn:

Áskell Örn Kárason 10,5

Smári Teitsson 9

Jón Kristinn Þorgeirsson 9

Sigurður Arnarson 7,5

Tómas Veigar Sigurðarson 7,5

Haraldur Haraldsson 7,5

Benedikt Briem 7

Magnús Teitsson 7

Elsa María Kristínardóttir 7
28. apríl, á útfarardag Sveinbjörns Sigurðssonar var slegið upp hraðskákmóti í minningu hans. Keppendur voru 21 og tefldu allir við alla! Voru þar mættir margir brottfluttir félagar sem höfðu mætt á útförina fyrr um daginn. Efstu menn:

Halldór Brynjar Halldórsson 18

Rúnar Sigurpálsson 16,5

Sigurður Arnarson 15,5

Gylfi Þórhallsson 14

Jón Garðar Viðarsson 13,5

Ólafur Kristjánsson 13,5

Stefán Bergsson 13,5

Smári Ólafsson 13
30. apríl, 10 mínútna mót. Sex keppendur tefldu einfalda umferð.

Jón Kristinn Þorgeirsson 5

Haraldur Haraldsson       4

Hjörtur Steinbergsson   2

Sigurður Eiríksson       2

Haki Jóhannesson         1

Karl Egill Steingrímsson     1
Í maí lauk tveimur mótaröðum sem voru í gangi á vormisseri.

Í firmakeppninni bar Krua Siam sigur úr býtum en fyrir það tefldi Haraldur Haraldsson. TM varð í öðru sæti (Sigurður Eiríksson) og Pólýhúðun í því þriðja (Sigurður Arnarson).

Þá lauk líka TM-mótaröðinni, sem samanstóð af átta mótum og hófst þegar í janúar. Þrír efstu menn:

Jón Kristinn Þorgeirsson 48

Andri Freyr Björgvinsson 45

Sigurður Eiríksson 38        


14. maí, Coca-cola skákmótið. 7 keppendur og tefldu tvöfalda umferð.

Jón Kristinn Þorgeirsson 10½


Áskell Örn Kárason         9½
Ólafur Kristjánsson       8
Sigurður Eiríksson         6
Haki Jóhannesson           4½
Hjörtur Steinbergsson     3½
Gabríel Freyr Björnsson   0

 

9-11. júní, minningarmót um Sveinbjörn Sigurðsson. Keppendur voru 20 talsins og tefldu 8 umferðir skv. svissnesku kerfi, umhugsunarími á skák 44+15. Efstu menn:



FM Ingvar Þór Jóhannesson 7

Tómas Veigar Sigurðarson 5,5

Ólafur Kristjánsson 5,5

FM Áskell Örn Kárason 5

Jón Kristinn Þorgeirsson 5

Björn Hólm Birkisson 5

11. ágúst, Baccalá bar mótið á Hauganesi. Mótið í umsjá Skákfélagsins. 30 keppendur víðsvegar að af landinu. Tefld hraðskák, 11 umferðir skv. svissnesku kerfi.

SM Hjörvar Steinn Grétarsson 11

SM Þröstur Þórhallsson 8,5

FM Vignir Vatnar Stefánsson 8

FM Guðmundur Gíslason 7,5

FM Rúnar Sigurpálsson 7,5

Stefán Bergsson 6,5

FM Áskell Örn Kárason 6,5

Símon Þórhallsson 6 

Sigurður Eiríksson 6

Haraldur Haraldsson 6

Stefán Arnalds 6

Smári Ólafsson 6

Ólafur Kristjánsson 6                                                      


30. ágúst, Startmótið, upphaf skákársins. 13 keppendur telfdu einfalda umferð.

Jón Kristinn Þorgeirsson 11,5

Áskell Örn Kárason 10,5

Andri Freyr Björgvinsson 9

Sigurður Arnarson 9

Sigurður Eiríksson 9

Hjörtur Steinbergsson 8

Haraldur Haraldsson 5,5

Karl Egill Steingrímsson 5,5

Heiðar Ólafsson 3

Gabríel Freyr Björnsson 2,5

Fannar Breki Kárason 2

Arnar Smári Signýjarson 2

Stefán Örn Ingvarsson 0

Fyrirlestrar

Að venju voru haldnir nokkrir fyrirlestrar í Skákheimilinu. Þeir voru í umsjá Sigurðar Arnarsonar sem jós þar úr ómælisdjúpum fræðabrunni skáklistar og –sögu.

Meðal efna sem fræðst var um voru:

Stöðulegar drottningarfórnir þann 20. nóvember 2016

Fléttur þar sem frípeð ráða úrslitum þann 2. febrúar 2017

„Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið!“  þann 19. mars 2017

Ýmis mót utan félags

Íslandsmót í netskák 15. janúar 2017.

Jón Kristinn Þorgeirsson vann mótið örugglega, fékk 10,5 vinning ú 11 skákum.

Áskell Örn Kárason varð sjöundi með sjö vinninga og varð Íslandsmeistari öldunga, 60 ára og eldri.

Keppendur voru 57.


2-5. mars, Íslandsmót skákfélaga, síðari hluti. Teflt í Rimaskóla í Reykjavík.

A-sveit Skákfélags Akureyrar hafnaði í 7. sæti af 10 sveitum í 1. deild. Taflfélagið Hugin sigraði eftir harða keppni við Taflfélag Reykjavíkur.

B-sveit félagsins hafnaði í öðru sæti í annarri deild og á eftir Taflfélagi Garðabæjar og vann sér þar með sæti í 1. deild að ári. Félagið mun því tefla fram tveimur sveitum í efstu deildinni nú þegar fyrri hlutinn fer fram þann 19-22. október nk.

C-sveit félagsins tefldi í þriðju deild og hafnaði þar í miðjum hópi, í áttunda sæti af 14.

D-sveitin, var að mestu skipuð ungum skákmönnum á grunnskólaaldri sem voru nú að heyja frumraun sína í þessari keppni. Sveitin varð í áttunda sæti af 14, eins og C-sveitin í næstu deild fyrir ofan.
Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið 18-27. apríl. Alls tóku 16 félagsmenn þátt í mótinu. Tefldar voru 10 umferðir.

Hjörleifur Halldórsson 5,5

Gylfi Þórhallsson 5,5

Áskell Örn Kárason 5,5

Stefán Bergsson 5,5

Ólafur Kristjánsson 5,5

Jón Kristinsson 5,5

Jón Kristinn Þorgeirsson 5

Haraldur Haraldsson 5

Sigurður Eiríksson 4,5

Þór Valtýsson 4,5

Hreinn Hrafnsson 4

Haki Jóhannesson 4

Smári Ólafsson 4

Ulker Gasanova 4

Óskar Long Einarsson 4

Karl Egill Steingrímsson 3,5
19. apríl, Kjördæmismót Norðurlands eystra í skólaskák að Laugum í Þingeyjarsveit.

SA menn voru sigursælir,  Arnar Smári Signýjarson vann eldri flokk.



Fannar Breki Kárason vann yngri flokk, þar varð Ágúst Ívar Árnason annar og  Gabríel Freyr Björnsson
4-7. maí. Landsmótið í skólaskák, teflt í Rósenborg á Akureyri. Tveir aldursflokkar, tólf keppendur í hvorum flokki og tefldu sjö umferðir.

Í eldri flokki urðu Vignir Vatnar Stefánsson og Hilmir Freyr Heimisson efstir, báðir úr Reykjanesumdæmi. Arnar Smári Signýjarson úr SA hafnaði í áttunda sæti með 3 vinninga.

Í yngri flokki varð Stephan Briem hlutskarpastur, hann sömuleiðis úr Reykjanesumdæmi. Þrír félagar úr SA tefldu á mótinu; Gabríel Freyr Björnsson varð í fimmta sæti með 4 vinninga, Fannar Breki Kárason varð í áttunda sæti og Ágúst Ívar Árnason í því tíunda.
Dagana 26. júní til 2. júlí tók tók Áskell Örn Kárason þátt í Skákþingi Norðurlanda í Svíþjóð. Hann tefldi þar í flokki 50 ára og eldri og hafnaði í öðru sæti.

Barna og unglingaæfingar.

Æft var í tveimur flokkum allan síðasta vetur. Yngri börn/skemmra komnir nemendur æfðu á mánudögum undir leiðsögn Elsu Maríu Kristínardóttur og Hilmis Vilhjálmssonar.



Æfingar í framhaldsflokki voru á miðvikudögum undir stjórn Sigurðar Arnarsonar og Áskels Arnar Kárasonar.

Efnt var til skákbúða að Laugum í Þingeyjarsveit 1-2. apríl í samvinnu við norðurdeild Skákfélagsins Hugins. Sex þáttakendur komu frá skákfélaginu. Kennari var Björn Ívar Karlsson.
Yüklə 47,67 Kb.

Dostları ilə paylaş:




Verilənlər bazası müəlliflik hüququ ilə müdafiə olunur ©genderi.org 2024
rəhbərliyinə müraciət

    Ana səhifə