Almannavarnir



Yüklə 0,84 Mb.
səhifə18/35
tarix05.02.2018
ölçüsü0,84 Mb.
#24670
1   ...   14   15   16   17   18   19   20   21   ...   35

10.3Lög og reglugerðir

Í lögreglulögum nr. 90/1996 er kveðið á um hlutverk lögreglunnar og er það m.a. fólgið í að gæta almannaöryggis, halda uppi lögum og reglu, tryggja réttaröryggi borgaranna og vernda eignarrétt, opinbera hagsmuni og hvers konar lögmæta starfsemi. Lögreglan á að vinna að því að stemma stigu við afbrotum, vinna að uppljóstrun brota og stöðva ólögmæta háttsemi. Þeim ber að aðstoða borgarana, veita yfirvöldum vernd og starfa í samvinnu við önnur stjórnvöld og stofnanir sem sinna verkefnum er tengjast starfssviði lögreglu. Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996 með síðari breytingum teljast lögreglumenn vera embættismenn.


Í lögreglulögum nr. 90/1996 segir í 28. gr. um veitingu starfa í lögreglu. Að hver sá sem skipaður er til lögreglustarfa skal hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins. Ráðherra setur í reglugerð nánari fyrirmæli um starfsstig innan lögreglunnar. Þó er heimilt að ráða mann tímabundið til lögreglustarfa vegna orlofstöku, veikinda- og slysaforfalla eða tímabundinna leyfa lögreglumanna þó hann hafi ekki lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins, enda sé staðan auglýst og enginn með próf frá Lögreglu­skólanum tiltækur í stöðuna.
Í 8. kafla lögreglulaga nr. 90/1996 er kveðið á um starfsemi Lögregluskóla ríkisins. Þar kemur m.a. fram að Lögregluskóli ríkisins er sjálfstæð stofnun. Skólanum ber að starfrækja grunnnámsdeild er veiti lögreglunemum menntun í almennum lögreglu­fræðum og framhaldsdeild er veiti starfandi lögreglumönnum símenntun, framhalds­menntun og sérmenntun. Í 37. gr. segir að við skólann skulu starfa yfirlögregluþjónn og aðstoðaryfirlögregluþjónn sem dómsmálaráðherra skipar.
Ríkislögreglustjórinn ákveður fjölda nýnema ár hvert á grundvelli áætlunar um endurnýjun í lögreglu ríkisins.
Nýnemar þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði skv. lögum nr. 49/2000:


  1. vera íslenskir ríkisborgarar 20-35 ára en þó má víkja frá aldurshámarkinu við sérstakar aðstæður og ekki hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað skv. almennum hegningarlögum,

  2. vera andlega og líkamlega heilbrigðir og standast læknisskoðun trúnaðarlæknis,

  3. hafa lokið a.m.k. tveggja ára almennu framhaldsnámi eða öðru sambærilegu námi með fullnægjandi árangri eða starfsþjálfun sem jafna má til slíks náms, þeir skulu hafa gott vald á íslensku, einu Norðurlandamáli auk ensku eða þýsku, þeir skulu hafa almenn ökuréttindi til bifreiðaaksturs, lögreglumannsefni skulu synd,

  4. standast inntökupróf skv. kröfum skólanefndar með áherslu á íslensku og þrek.

Valnefnd velur nema í Lögregluskólann úr hópi umsækjenda. Í nefndinni sitja fimm menn, einn tilnefndur af dómsmálaráðherra, einn af Ríkislögreglustjóra, einn af Sýslu­manna­félagi Íslands, einn af Landssambandi lögreglumanna og einn af skólastjóra Lögregluskóla ríkisins er skal vera formaður nefndarinnar.


Í lögunum segir að námið eigi að skiptast í tvær annir og skal nám á fyrri önn vera ólaunað. Áður en nám á síðari önn hefst skal Ríkislögreglustjóri sjá nemum fyrir starfs­þjálfun í lögreglu ríkisins. Nám á síðari önn skal vera launað.
Í reglugerð nr. 490/1997 eru nánari fyrirmæli um stjórn skólans og starfslið, inntökuskilyrði, námstilhögun og prófkröfur.
Þar kemur m.a. fram í 6. gr. að námsgreinar í grunnnámi skulu vera: lögfræði, lögreglufræði, íslenska, erlend tungumál og sérgreinar, sálarfræði og þjálfun. Nánari lýsing er á hverju fagi í reglugerðinni en þar kemur m.a. fram:


  • Lögfræði: Kennsla um íslenskt réttarkerfi og veitt undirstöðuþekking í refsirétti og opinberu réttarfari. Farið yfir ákvæði stjórnarskrárinnar með áherslu á mannréttindaákvæði. Fjallað um lögreglulög og helstu sérlög, reglur og samþykktir, þar sem gert er ráð fyrir afskiptum, eftirliti eða stjórnun af hálfu lögreglu.

  • Lögreglufræði: Efla færni í mannlegum samskiptum, kynna löggjöf er lýtur að samfélagi og persónurétti, kynna vímuefni og virkni þeirra. Saga, skipulag og uppbygging lögreglu hér á landi og um meginatriði sem lúta að framkvæmd lögreglustarfa. Kenna sérstaklega umferðarlög og helstu reglur sem gilda skv. þeim. Þjálfa í ritun lögregluskýrslna, höfuðatriði lögreglurannsóknar með sérstakri áherslu á vettvangsvinnu og verndun vettvangs.

  • Íslenska, erlend tungumál og sérgreinar: Íslensk stafsetning og málfræði, rita texta. Erlend tungumál einkum talmál sem nýtist í starfi. Fingrasetning á leturborði.

  • Sálarfræði: Hagnýt sálarfræði er snertir lögreglustarfið.

  • Þjálfun: Meginatriði slysahjálpar og grunnnámskeiði í þeirri grein lokið. Líkamsþjálfun til að byggja upp þrek og liðleika nema, þ.á.m. sundþol. Þjálfun í lögreglusiðum, kynnt lögreglutæki og undirstöðuatriði er lúta að sjálfsvarnar- og handtökuaðferðum sem lögregla getur þurft að beita.

Í lok hvorrar námsannar á að prófa nemendur í námsgreinunum og gefa einkunnir á bilinu 0-10. Til þess að standast próf í námsgrein þarf lágmarkseinkunnina 5 en meðaltal einkunna má ekki vera lægra en 6. Frammistöðu nemenda við verklegar úrlausnir má meta með orðum. Falli nemi í einni námsgrein skal hann eiga endurtökurétt einu sinni. Falli hann í tveimur námsgreinum eða meðaleinkunn, telst hann hafa fallið á önninni. Nemi sem fellur á fyrri önn getur sótt einu sinni aftur um skólavist á fyrri önn, en nemi sem fellur á síðari önn fær ekki að hefja nám að nýju, nema sérstaklega standi á s.s. langvarandi veikindi á námstímanum.


Í 8. gr. reglugerðarinnar er kveðið á um starfsþjálfun nemenda. Þar er lögð áhersla á að fyrir hvern nemanda sé gerð áætlun sem miði að sem víðtækastri kynningu og þjálfun í að takast á við hin ýmsu verkefni lögreglu. Áætlunin skal gerð í samráði og samstarfi Ríkislögreglustjóra, Lögregluskólans og lögreglustjóra þar sem starfsþjálfunin fer fram. Fylgst verði með frammistöðu nemenda og leitast við að finna þætti sem eru óæskilegir og þarf að lagfæra og þá þætti sem eru til fyrirmyndar. Verkefni nema eiga að vera við hæfi miðað við starfsaldur, nám og reynslu. Tilsjónarmaður er tilnefndur hverjum nema, sem ræðir reglulega við nemandann um dagleg störf hans, svarar fyrirspurnum hans og veitir honum ábendingar um það sem betur má fara. Á starfsþjálfunartímanum gefur yfirmaður Lögregluskólanum skýrslu um nám og starf nemans, s.s. um framfarir hans eða annað sem talið er skipta máli fyrir starfshæfni hans.
Í 8. kafla reglugerðar nr. 490/1997 er kveðið á um framhaldsdeild við Lögregluskóla ríkisins. Í framhaldsdeild á bæði að bjóða stutt og lengra heildstætt nám þar sem starfandi lögreglumönnum er veitt símenntun, framhaldsmenntun og sérmenntun.


  • Símenntun. Lögreglumenn eiga kost á símenntunarnámskeiði fimm árum eftir að þeir ljúka grunnnámi við skólann og síðan á fimm ára fresti a.m.k. tvívegis eftir það. Á þessum námskeiðum eru kynntar helstu lagabreytingar og nýjungar sem snerta störf lögreglunnar.

  • Framhaldsmenntunarnámskeið eru miðuð að því að mennta og þjálfa starfandi lögreglumenn til að annast stjórnun í lögreglunni.

  • Í sérmenntunarnámskeiðum er leitast við að efla hæfni og skilning þátttakenda á sérsviðum þeirra.

Skv. 17. gr. reglugerðarinnar er Lögregluskólanum í samráði við Ríkislögreglu­stjórann heimilt að halda námskeið fyrir aðra handhafa lögregluvalds, s.s. lögfræðinga við lögregluembættin eða hliðstæðra embætta eða stofnana.





Yüklə 0,84 Mb.

Dostları ilə paylaş:
1   ...   14   15   16   17   18   19   20   21   ...   35




Verilənlər bazası müəlliflik hüququ ilə müdafiə olunur ©genderi.org 2024
rəhbərliyinə müraciət

    Ana səhifə