Skýrsla landshlutanefndar fyrir Norðurland vestra 2014



Yüklə 429,73 Kb.
Pdf görüntüsü
səhifə7/15
tarix05.02.2018
ölçüsü429,73 Kb.
#24650
1   2   3   4   5   6   7   8   9   10   ...   15

 

16 


 

3.3 Samgöngur 

Góðar og öruggar samgöngur innan og á milli landshluta skipta gríðarlegu máli í byggðalegu tilliti og 

eru grundvallarþáttur í grunnþjónustu við íbúa landsins. 

Í  félagshagfræðilegri  greiningu  sem  Ásta  Þorleifsdóttir  og  Vilhjálmur  Hilmarsson  gerðu  um 

áætlunarflug innanlands  og  kom út í  nóvember  árið  2013, segir m.a.: „Góðar samgöngur hafa mikil 

áhrif  á  atvinnu,  efnahag,  lífsgæði  og  öryggi  fólks  og  tryggja  aðgengi  að  nauðsynlegri  þjónustu  og 

flutningum milli svæða til að sinna þörfum samfélagsins á hverjum tíma. Almennt sýna rannsóknir að 

hreyfanleiki  og  aðgengi  skipta  sköpum  við  búsetuval  ekki  hvað  síst  á  landsbyggðinni.  Þar  spilar 

innanlandsflug stórt hlutverk og er oft einn grundvöllur búsetugæða þ.e. þeirra þátta sem gera staði 

hæfa og/eða eftirsóknarverða til búsetu.“ 

Um  áramótin  2012/2013  hætti  ríkið  stuðningi  sínum  við  áætlunarflug  á  milli  Reykjavíkur  og 

Sauðárkróks.  Kom  það  til  vegna  þess  að  með  tilkomu  Héðinsfjarðarganga  á  milli  Siglufjarðar  og 

Ólafsfjarðar  þótti  þáverandi  samgönguyfirvöldum  ekki  vera  sami  grundvöllur  og  áður  fyrir 

ríkisstuðningi  við  áætlunarflug  þennan  fluglegg.  Þó  var  hlutfall  farþega  sem  fóru  um 

Alexandersflugvöll  á  Sauðárkróki  og  sem  héldu  áfram  til  Siglufjarðar  eða  komu  þaðan  á  suðurleið 

aðeins um 7% heildarfarþegafjölda til Sauðárkróks. 

Í  greinargerð  faghóps  Háskólans  á  Akureyri  vegna  samgönguáætlunar  2011–2022  er  bent  á  að 

reglubundið  flug  til  Skagafjarðar  styrki  þjónustuna  á  svæðinu  og  að  með  styrkingu  slíkra 

þjónustukjarna á jaðri vaxtarsvæða megi teygja slík svæði lengra og ná þannig til byggðarlaga sem nú 

liggja utan þeirra. Með styrkari þjónustu á Sauðárkróki megi þannig koma til móts við þarfir íbúa utan 

Skagafjarðar, þ.m.t. í Austur-Húnavatnssýslu. Það má því ljóst vera að fyrir liggur það faglega mat að 

ef  flugsamgangna  til  Sauðárkróks  nýtur  ekki  við  dregur  úr  samkeppnishæfni  Skagafjarðar  og 

Norðurlands  vestra,  svæðis  sem  hefur  mátt  þola  mesta  hlutfallslega  skerðingu  opinberra  starfa  á 

landinu eftir hrun og gríðarlega fólksfækkun á sama tíma. 

Lagt er til að komið verði á áætlunarflugi milli Sauðárkróks og Reykjavíkur að nýju, með fjárhagslegum 

stuðningi  úr  ríkissjóði,  og  er  þá  aftur  vitnað  til  félagshagfræðilegrar  greiningar  á  áætlunarflugi 

innanlands þar sem segir að almennt sýni „rannsóknir að hreyfanleiki og aðgengi skipta sköpum við 

búsetuval  ekki  hvað  síst  á  landsbyggðinni.  Þar  spilar  innanlandsflug  stórt  hlutverk  og  er  oft  einn 

grundvöllur búsetugæða þ.e. þeirra þátta sem gera staði hæfa og/eða eftirsóknarverða til búsetu.“ 

Ef Skagafjörður og Norðurland vestra eiga að ná viðspyrnu að nýju og flutt verða til baka þau ríflega 

50  stöðugildi  á  vegum  ríkisins  sem  flust  hafa  af  svæðinu  á  undanförnum  6  árum  er  ljóst  að 

margfeldisáhrifin  geta  verið  veruleg.  Til  að  samkeppnishæfni  svæðisins  sé  í  takt  við  þennan 

endurnýjaða  kraft  er  nauðsynlegt  að  komið  verði  að  nýju  á  áætlunarflugi  á  milli  Sauðárkróks  og 

Reykjavíkur og að það njóti til þess ríkisstuðnings líkt og gildir um áætlunarflug til Bíldudals, Gjögurs, 

Hafnar  í  Hornafirði,  Þórshafnar,  Vopnafjarðar  og  Grímseyjar.  Greiðar  og  skjótar  samgöngur  skipta 

þrátt fyrir allt enn miklu máli þegar kemur að ákveðnum þjónustuþáttum og jafnvel enn meira máli í 

dag  en  áður  þegar  kemur  að  grunnþjónustu,  á  tímum  niðurskurðar  og  samþjöppunar  í 

heilbrigðisþjónustu og vegagerð. 

Hvað  varðar  fjármagn  til  þess  stuðnings  má  vitna  til  þingræðu  innanríkisráðherra  frá  því  í  mars 

síðastliðnum  þar  sem  ráðherrann  greindi  frá  því  að  fjármagnið  sem  ríkisvaldið  leggur  til 

innanlandsflugs  skili  sér  til  baka  í  þjóðarbúið,  og  það  margfalt  meira  að  segja.  Það  er  því  hreinn 

fjárhagslegur ávinningur af slíkum  stuðningi.  Þá  má  vitna  í  útfærslur grannþjóða  okkar hvað  varðar 

stuðning við innanlandsflug og flugvelli en Norðmenn flytja fjármagn úr millilandaflugi til að styðja við 

bakið  á  innanlandsflugi.  Einnig  má  benda  á  að  Skotar  eru  með  sérstakt  fyrirtæki,  Highlands  and 



 

17 


 

Islands Airports Limited, sem er almannafyrirtæki í eigu skoska ríkisins, og nýtur opinberra framlaga 

því  Skotar  viðurkenna  að  ákveðnir  flugvellir  séu  mjög  mikilvægir  fyrir  félagslega  og  efnahagslega 

velferð þeirra svæða sem þeir þjóna, þrátt fyrir að þeir geti ekki staðið undir sér án stuðnings. Þarna 

er  um  að  ræða  11  flugvelli,  m.a.  í  Dundee  og  Inverness  en  einnig  á  minni  stöðum  eins  og  Barra, 

Benbecula, Campbeltown, Islay, Kirkwall, Stornoway, Sumburgh, Tiree og Wick. 

Stóra-Bretland, þ.m.t. Skotland er í ESB, og Noregur er hluti af Evrópska efnahagssvæðinu þannig að 

ljóst má vera að ofangreindur stuðningur brýtur ekki í bága við evrópskar reglur. 

Hið sama er uppi á teningnum í vegaframkvæmdum og flugsamgöngum þegar kemur að Norðurlandi 

vestra.  Viðhaldsframkvæmdir  og  þjónusta  hefur  að  vísu  ekki  verið  með  öllu  aflögð  en  landshlutinn 

situr langt á eftir öðrum þegar litið er til stórframkvæmda og viðhaldsverkefna á liðnum árum.  

Í Húnaþingi vestra er brýnt að ráðast í endurbætur á Vatnsnesvegi, Innstrandavegi og Miðfjarðarvegi, 

breytingu  vegstæðis  við  Tjarnará,  lagfæringar  á  gatnamótum  á  þjóðvegi  1  við  Laugarbakka  og 

stækkun bílastæðis við Norðurbraut. 

Í Austur-Húnvatnssýslu ber að leggja áherslu á þjóðveg 1 í gegnum Blönduós. Núverandi Blöndubrú 

var  byggð  á  árunum  1962–1963  er  því  orðin  yfir  50  ára  gömul.  Verulegt  slit  er  komið  á  yfirborð 

brúarinnar. Eftir að sett var gönguleið á brúna árið 1991 hefur ökuleiðin verið þröng og hringtorgið 

við Blönduós sem var gert árið 1991 er barn síns tíma.  

Þverárfjallsvegur (Skagastrandarvegur) er eina stóra samgöngubótin á Norðurlandi vestra sem kemur 

fram í langtímasamgönguáætlun. Nauðsynlegt er að færa verkið framar á tímabil áætlunarinnar, þ.e. 

á árin 2015–2018. Ástand tengivega á Norðurlandi vestra öllu er víða mjög slæmt, bæði hvað varðar 

viðhald og uppbyggingu. 

Afar brýnt er að ráðast í stórfelldar endurbætur á Reykjastrandarvegi, Hegranesvegi, Tindastólsvegi, 

vegum  í Fljótum og um  Lágheiði, auk  Siglufjarðarvegar  frá  Stafá að  Ketilási í Fljótum.  Umferð  hefur 

aukist  stórlega  á  vegum  á  svæðinu  á  undanförnum  árum,  bæði  vegna  aukinnar  umferðar 

heimamanna en einnig vegna vaxandi straums ferðamanna. Nauðsynlegt er að ráðast í  endurbætur 

og uppbyggingu áður en fyrrgreindir vegir fara enn verr af völdum viðhaldsleysis. 

3.4 Gagnatengingar 

Byggðaþróun  og  fjölgun  atvinnutækifæra  sem  tilheyrir  því  að  efla  byggð  verður  ekki  hrint  í 

framkvæmd án þess að byggja upp fjarskiptanet, ráðast í ljósleiðaravæðingu og bæta raforkuöryggi, 

líkt og viðurkennt er í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. 

Samkvæmt fjarskiptalögum eiga allir landsmenn rétt á aðgangi að almenna fjarskiptanetinu eftir því 

sem nánar er kveðið á um í lögunum og reglugerð um alþjónustu á sviði fjarskipta nr. 1356/2007. Til 

að  ná  markmiðum  stjórnvalda  í  fjarskiptaáætlun  um  jafnan  möguleika  landsmanna  til  að  nýta  sér 

upplýsingatækni og stóraukinn hraða nettenginga alls staðar á landinu þarf því að ráðast í viðamikla 

endurnýjun á heimtauganetinu í dreifbýli. Við endurnýjun slíks kerfis er mikilvægt að leggja áherslu á 

tvennt: 

Það fyrsta er að gjald sem lagt verður á notendur í dreifbýli verði raunhæft og sanngjarnt og að hið 

opinbera,  Fjarskiptasjóður  og  alþjónustuveitandinn  (Míla)  taki  þátt  í  þeim  kostnaði  sem  af 

uppbyggingu  kerfisins  hlýst.  Þessi  endurnýjun  fjarskiptanets  sem  nú  stendur  fyrir  dyrum  er  eðlileg 

endurnýjun  þess  lagnanets  sem  áður  var  á  hendi  hins  opinbera.  Það  er  mjög  íþyngjandi  að  þurfa, 

vegna  búsetu  sinnar, að  borga  margfalt  verð  í  dreifbýli  á  við  verð  í  þéttbýli fyrir grunnþjónustuþátt 

sem  í  dag  telst  alger  forsenda  búsetu  og  atvinnu.  Mikill  kostnaður  í  dreifbýli  vegna  endurnýjunar 



Yüklə 429,73 Kb.

Dostları ilə paylaş:
1   2   3   4   5   6   7   8   9   10   ...   15




Verilənlər bazası müəlliflik hüququ ilə müdafiə olunur ©genderi.org 2024
rəhbərliyinə müraciət

    Ana səhifə